Laugardagur, 20. maí 2006
Bjargað af ný-íhaldsmönnum
Mér fannst það ein merkilegasta frétt vikunnar að Ayaan Hirsi Ali sem hinir frjálslyndu Hollendingar ætla kannski að senda úr landi, hafi verið boðið vinna hjá American Enteprise Insitute. Þegar Dr. Michael Rubin kom hingað þá var dregin upp sú mynd af þeirri stofnun af þaðan kæmi bara illt. Nöfn eins og Cheney, Perle og Wolfowitz voru nefnd, stofnunin hataðist við múslíma og ég veit ekki hvað og hvað. Svo taka þeir upp á því að bjóða múslímskri konu sem stefnir í að verði flóttamaður vinnu! Þessi illmenni. Það er auðvitað óþolandi þegar heimurinn er ekki svart-hvítur með skýrar línur. En ég er viss um að Elías Davíðsson og restin af "loony-left" liðinu á Njálsgötunni finnur eitthvað til að hallmæla Ayaan Hirsi Ali.
Forsætisráðherra Hollands vonast til þess að Hirsi Ali haldi réttindum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hirsi Ali er á þingi fyrir VVD, hægri flokkinn. Hún hefur verið mjög harðorð í garð múslíma og Islam. Það kemur því ekki á óvart ef hún gengur í hægri samtök eða umgengst hægri-sinnaða stjórnmálamenn sem eru lítið hrifnir af Islam. Hún hefur verið í felum og undir lögregluvernd síðan Theo van Gogh var myrtur. Ef að til er hitlisti róttækra múslíma í Hollandi er hún án efa í fyrsta sæti. Það er því ekki hægt að setja hana í sama hóp og hinn almenna múslíma.
Hitt er svo annað mál að neo-con er stórhættuleg stefna og því fyrr sem það fólk fer frá völdum, því betra. (ég kommentera ekki á "loony-left" Elíasar þar sem ég þekki þann hóp ekki)
Villi Asgeirsson, 20.5.2006 kl. 06:35
Það er augljóst að 'the loony left' og ný-íhaldsstefnan eru ekki sambærileg! Annað er samansafn fólks sem hefur enga tengingu við raunveruleikann, og er þess vegna hættulegt kæmist það til valda. Gallinn við ný-íhaldsmenn vestra er að leiðtogar þeirra voru óraunsæir, sbr. írak etc.
Annars sakna ég þess Friðjón að þú sjáist á Frelsisfrönskum... sem gamall morfíshundur hlýturðu að geta haldið úti smádebatt, þó við séum augljóslega sæmilega sammála!
FreedomFries, 24.5.2006 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.