Enn um "skatta og gjöld"

Vinur minn einn sem búsettur er í USA sendi mér þessar upplýsingar um fargjald sitt til Íslands síðasta haust. 

 AIR FARE          : USD      298.00
 TAX               : USD        5.00YC         14.50US         62.58XT
 TOTAL             : USD      380.08

 

rúmar 5500 kr. í "skatta og gjöld". Heildarfargjald upp á rúmar 26.500 kr.

Það má vera að þetta hefi verið eitthvað frábært "lucky fares"  tilboð en hvað bauðst þeim sem voru að hefja för sína hér á landi á sama tíma hér?

Það sem Icelandair virðist ekki skilja eða vera sama um er að fólki er misboðið þegar það sér það svona svart á hvítu að því er boðið upp á allt önnur verð fyrir nánast sömu þjónustu. Okkur er núna boðið upp á 35 þús króna fargjald og svo 13.600 í"skatta og gjöld" ofan á það. Samtals 48 þús.

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er nú einokunnin bara var sjálfur á leiðinni til Usa seinasta sumar frá DK. Ætlaði að koma við á íslandi og fljúga þaðan, þangað til ég komst að því að það var dýrara að fljúga til new york frá Reykjavík heldur en Köben. Þannig að það hefði borgað sig að fljúga gegnum ísland frá dk og tilbaga, og fara síðan til íslands . Endaði á að sleppa því að fara heim hefði tekið allt of langan tíma eða 20000islkr meira til usa fyrir tvo.

hoddi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband