Hvar er fátæktin? Hvar ertu lífið sem ég þrái?

solafssongæti Stefán "prófessor Samfylkingarinnar" Ólafsson sungið hárri raust þessa daga, fátæktin og misskiptingin sem hann hefur leitað að logandi ljósi finnst ekki. Það fór nefnilega þannig að þegar skoðað er nánar ástandið á Íslandi þá kemur í ljós að gífuryrðin um fátækt voru orðin tóm. Varaforsetinn Birgir fjallaði  á vef sínum fyrir helgi um niðurstöður nýrrar skýrslu Hagstofu Íslands um lágtekjumörk og tekjudreifingu 2003-2004. 

Þegar skoðað er hlutfall heimila fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty - miðað við skilgreiningu lífskjararannsóknar ESB) kemur í ljós að aðeins í Svíþjóð er hlutfallið lægra. Í Slóveníu og Tékklandi er hlutfallið hið sama og hér á landi en í öllum hinum Evrópulöndunum er hlutfall þeirra heimila sem býr við fátækt hærra.

Í Slóveníu ogTékklandi er líkast til ekki "velferðarþjóðfélag" sem stenst væntingar Stefáns og vina hans í umræðustjórnmálaflokknum. Þannig að við erum í öðru sæti þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við, minni misskipting hér en í Danmörku, Noregi og Finnland!

Þetta eru auðvitað sláandi og skelfilegar niðurstöður fyrir fátæktarklerkana en góðar fréttir fyrir alla aðra.

En er einhver fjöðmiðill búinn að biðja æðsta prest fátæktarumræðunnar um skýringu á misræminu á milli raunveruleikans eins og hann birtist í niðurstöðum Hagstofunnar og hans eigin orða?  Ég hef ekki séð það, en þangað til getum við beint þessum orðum til Stefáns Ólafssonar: 

Enginn verður óbarinn biskup -eða hvað?
Ertu eitthvað aumur, amar eitthvað að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkur hroki í þessari athugasemd þinni!  Flott að við eigum "ríkustu" fátæklingana ha!  Þetta er mál sem ekki er mönnum bjóðandi að tala um af þessari léttúð og ef þú lítur í kringum þig þá er þessi skýrsla Hannesar algjört bull eins og við var að búast af manni eins og honum.  Líttu í kringum þig og þá sérðu hversu erfitt lífið er fyrir fjölda fólks hér í þessu landi.  Mæli með að þú sjáir myndina Börn þar sem alveg örugglega margar einstæðar mæður eru að upplifa nákvæmlega það sem sú móðir gerir.   Eða kannski þú ættir bara sleppa því, virðist hafa það fínt í þínum fílabeinsturni og kvartar yfir okri Icelandair, sumir eiga ekki fyrir sundmiðum handa börnum sínum!

GG (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já hvar er fátæktin? Það er hægt að vera fátækur á margan hátt og blindur. Mér persónulega finnst það vera fátækt hvað sumir virðast þurfa mikið af peningum og fá alldrei nóg. Geta þar af leiðandi ekki deilt "auðæfunum" með neinum. Það eru býsna margir Jóakimar að verða til á Íslandi.

Þegar að fátækt er mæld, mætti t.d. mæla muninn á þeim sem að mest hefur og minnst hefur, og reyna svo að mæta því.

Prósentur og tölur segja ekki allt. Hvernig líður þessu fólki sem að nær ekki endum saman, í þjóðfélagi sem að á að vera eitt mestu velferðaþjófélögum í heimi.

Og hvernig líður þessu fólki sem að berst á auðæfum peninga og veraldlegra eigna, alltaf að sanna sig í samanburði við næsta auðjöfur. Er það fólk ekki týnt í annarskonar fátækt. Ég spyr?

G.Helga Ingadóttir, 5.2.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Saltfiskur

Er eitthvað misræmi milli niðurstaðna?

Er þetta ekki spurning um eplin og appelsínurnar?

Aðalrannsóknarefni Stefáns hefur verið á skattbyrði einstaklinga á meðan þessar niðurstöður virðast sýna heildartekjur. 

Annars ætla ég ekki að agnúast út í þessa færslu nema hvað mér þykir einkennilegur tónn í henni. 

Held einmitt að þessi pistill hjá Birgi geri ekki góða hluti svona í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Akkúrat svona pistlar glata fleiri atkvæðum en vinna til sín.

Saltfiskur, 5.2.2007 kl. 11:00

4 identicon

Eitthvað virðast sumir eiga erfitt með að kyngja staðreyndunum.  Það er nú ekki hægt að hengja sendisveininn eða þann sem segir frá niðurstöðum annarra.  Það er nú varla hægt að svara kommenti GG með vitrænum hætti, en það er rétt að benda honum og öðrum á að nýjasta skýrslan, sem sýnir hér lágtekjumörk og jöfnuð í landinu, er unnin af Hagstofu Íslands og aðferðafræðin sem þar er notuð er sú sama og notuð er af Evrópusambandinu,já þessu sama og sumir vilja leggja lag sitt við.  Reyndar hafa margir aðrir fundið út það sama t.d Hannes Hólmsteinn,það var bara ekki verið að vitna í það hér.  Það verður að viðurkennast að það er hálf sérkennilegt að rannsóknir sem sína heldur jákvæða niðurstöðu fá enga athygli fjölmiðla og sjálfskipaðra álitsgjafa.  En hinsvegar þegar Samfylkingarmaðurinn og félagsfræðingurinn Stefán Ólafsson,þessi sem gerði lítið úr sjálfum sér í frægum sjónvarpsþætti sem endursýndur var á dögunum, finnur út að hér séu þusundir barna ráfandi um stræti og torg og hafi vart í sig og á,þá eru það sko hinar einu réttu niðurstöður.  En þegar aðrir fræðimenn eru á öndverðu meiði þá er það vegna einhverra annarlegra hvata.  Þess má geta að Stefán Ólafsson fann það út að um leið og laun hækki umtalsvert þá hækki skattbyrðin, sagði það sig nú ekki sjálft.

Guðmundur M. (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:08

5 identicon

Saltfiskur - rannsóknin miðaði við ráðstöfunartekjur.

 kv.AG

AG (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:09

6 identicon

Ég held að það sé best að skoða tölurnar um tannhirðu landans, þegar það er verið að leita af fátækt.
Mig rámar í skýrslu þar sem ástand tanna í landanum er að versna og þá aðallega í fólki með lágar tekjur.  Þarna endurspeglast misskipting auðs þar sem tannlækningar eru ekki flokkaðar sem lækningar og því er ekki greitt jafn mikið niður eins og heimsókn til læknsins.
Fólk sem er heldur því fram að allir hafi það svo gott á Íslandi, lifa í blekkingarheimi Sjálfstæðisflokksins .  Þetta er svo sorglegt, þar sem við erum ekki það mörg á þessu skeri að það ætti ekki að vera erfitt að jafna kjör landsmanna meira. 

Jónas (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:11

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

GG

skýrsla Hannesar? Það vinnur enginn Hannes á Hagstofu Íslands. Birgir vísar til skýrslu Hagstofunnar og svo í lokin til skýrslu Ragnars Árnasonar prófessors í Hagfræði.

Varðandi uppástungu þína um að ég horfi á bíómyndina Börn til að kynnast veruleika einstæðra mæðra þá skal ég kíkja á það. Þangað til er ekki úr vegi að þú kíkir á þessa mynd til að kynnast sjómannslífi.  

Ég er ekki að segja að allir hafi ofsalega gott, við gætum haft það svo miklu miklu betra, t.d. ef ríkið tæki ekki 16 þús milljónir af okkur til að halda uppi úreltu landbúnaðarkerfi. Fátækt Stefáns ver hinsvega alltumlykjandi og í sókn, niðurstöður annarra faglegri aðila, sem ekki eru gerðir út af formanni Samfylkingarinnar eru á allt annan veg.

Friðjón R. Friðjónsson, 5.2.2007 kl. 12:17

8 identicon

Gumðmunr M. Viðurkenni að ég var óþarflega hvöss í athugasemd minni við þessum pistli.  Varð hreinlega fjúkandi reið yfir þessum háðslega tón í pistli Friðjóns.  Þetta er viðkvæmt mál sama hvort fátæklingar hafi það betur hér en annarsstaðar.

GG (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:19

9 Smámynd: áslaug

Undirrót allra lasta

ágirndin kölluð er,

frómleika frá sér kasta

fjárplógsmenn ágjarnir,

sem freklega elska féð,

auði með okri safna,

andlegri blessun hafna,

en setja sál í veð.

(Hallgrímur Pétursson)

áslaug, 5.2.2007 kl. 14:03

10 identicon

Eru menn ekki að gleyma því að TR borgar fyrir tannviðgerðir barna. Það hefur því ekkert með fjárhag heimilanna að gera hversu vel hirtar tennurnar eru, fyrir utan það auðvitað að tannhirða hefur ekkert með peninga að gera.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 15:32

11 identicon

Æ, til að hafa þetta rétt. Þá borgar TR 75% af gjaldskrá tannlækna. En það er engu að síður ekki við hæfi að tengja saman efnahag foreldra og tannviðgerðir barn í umræðunni um fátækt.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 15:54

12 identicon

Gott kvöld, Friðjón og aðrir skrifendur !

Tja..................................... ég held, Friðjón, að þú og þessi álappalega ríkisstjórn, hver nú situr, mættuð sakmmast ykkar, já,, og það ærlega !

Þá ég, sem barn og unglingur var að alast upp á Stokkseyri; á árunum 1961 - 1971, var almenn fátækt hverfandi, á landi hér, og ein fyrirvinna dugði til öflunar heimilistekna. Vorum 14 systkinin, þótt ekki værum við öll samtíða, í foreldrahúsum. Nýtni og nægjusemi í hávegum hafðar,ekkert óþarfa bruðl, s.s. flakk til útlanda 1 - 3 á ári, - tjaldvagn/hjólhýsi þekktust ei, fremur en ýmsar aðrar gerfiþarfir, en.... Friðjón !, stjórnarfar var með allt öðrum og jarðbundnari hætti, á landi hér, og virðist; eftir á að hyggja, að stjórnmálamenn og þeir, sem með landstjórnina fóru, hafi annað hvort verið mun greindari, til höfuðsins eða þá sýnu góðgjarnari til alþýðu þessa lands, en þau fífl, sem nú halda um stjórnartaumana, s.s. Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, undan skil hjartahreina og hrekklausa drengi; eins og Björn Bjarnason, Einar Kr. Guðfinnsson og Sturlu frænda minn Böðvarsson, svo og einstaka þingmenn, þótt fáir séu, hverja fella má inn í hóp þeirra Björns, Einars Kr. og Sturlu. Þú sýnir ærlegu fólki, og frómu vanvirðu og vansæmd, með þessum skrifum; Friðjón ! 

Nú ættir þú, að sýna þann manndóm; að biðja Stefán Ólafsson prófessor opinberlega afsökunar á þessum strákslegu skrifum. Stefán er ekki að þjóna neinum einstökum stjórnmálaflokki eða hreyfingu, með rannsóknum sínum, heldur einungis að draga fram staðreyndir, já, ljótar STAÐREYNDIR um, í hvers konar samfélagi við lifum, í dag ! Hví var ekki viðvarandi þörf hjálparstofnana;  Friðjón? hér áður fyrri, sem nú tíðkast daglega, hér á landi ! ?

 Það er ekki allt sem sýnist, Friðjón !

Með ærið blendinni kveðju /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:40

13 identicon

Þú segir það Friðjón!  Titanic sá ég á sínum tíma og fannst hún leiðinleg.

GG (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 19:47

14 identicon

Þetta er athyglisverðar niðurstöður hjá þessum Evrópumönnum. Ef eitthvað er þær að marka þá þýða þær líklega að jafnvel þótt menn búi í við mesta fjárhagslegan jöfnuð, sem þekkist, þá eru til menn sem telja það ekki nógan jöfnuð. 

Þeir verða ekki ánægðir fyrr en einhver kennir þeim hvernig á að spara fyrir 1200 krónum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:45

15 identicon

Cactus taldi Stefán hafa stíl.

Í rassinum.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:46

16 identicon

vildi sjá þessa fátæku fjölskildu, er ekki hægt að sýna þessa fjölskyldu sem er undir þessum fátækramörkum,  vil sjá þessi fátæku börn

haukur (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 02:11

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tölur má sjá á svo tvíræðan máta 

túlki sá sem á, fyrir þann sem ekkert á.

Mat má í maga og askana láta

en á mistækri tölfræði nærast ei má. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband