Bakkafullur lækur

réttlætiðÞað ber kannski í bakkafullan lækinn að gera athugasemdir við forsíðu Moggans í gær og dóminn sem var forsenda forsíðunnar makalausu. Í fyrsta lagi var þessi forsíða fráleit, það er útúr kortinu að persónugera málið á þennan hátt. Dómarar eru alveg nógu skelkuð stétt til að það bætist ekki við að þeir þurfi að óttast reiði Moggans. Við ætlumst til þess að starfmenn réttarins starfi hlutlægt, við teljum ekki að dómarar séu gengir í lið með þeim sem þeir taka afstöðu með frekar en við teljum að lögmenn séu eins og skjólstæðingar sínir. Sveinn Andri er ekki glæpon og okkur finnst ekkert athugavert við að lögmaður sakbornings í umfangsmesta máli síðari tíma sæki kjarabætur fyrir dómara. 

Gyðja réttlætisins er blind. 

Hinsvegar finnst mér ekkert að því að almenningur láti sig þessi mál varða og síni ánægju eða óánægju í verki. Hrafn hvetur fólk til að senda tölvupóst til hæstaréttar, það er ekkert að því (mér er reyndar til efs að hann skili sér þar sem lögfræðingar eru ein tölvuólæsasta stétt landsins).

Almennt mætti fólk gera meira af því að láta skoðanir sínar í ljós, láta þingmenn vita af því að fylgst er með þeim þegar þeir hækka skatta og sóa fé okkar. Láta ráðherra vita að þeir þurfi að fara betur með fé okkar og slútta þurfi partýinu í utanríkisþjónustunni. Þá skilur milli þeirra sem eru of taugaveiklaðir til að sinna þessum störfum og þeirra sem geta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hrútur

Óháð dómnum sem Hæstirréttur dæmdi í þessu máli þá finnst mér með ólíkindum að Morgunblaðið birti myndir af dómurunum á forsíðu með þessum hætti; - eins og þeir séu forhertir glæpamenn sem fólk þurfi að vara sig á! Hér slær mbl nýjan streng í sinni blaðamennsku að mínu móti og annsi óvæntann. Hér eru persónur settar inn í kastljósið en ekki efnisleg umfjöllun um verk þeirra!

Steinn Hrútur, 3.2.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sammála þessu.  Fannst þessi forsíða mjög ósmekkleg.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 3.2.2007 kl. 16:06

3 identicon

Cactus sagði upp áskrift sinni á mbl í fjórða skiptið á tveimur árum.

Cactus hefur fengið nóg af feminisma og allsherjar pípi Morgunblaðsins.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 16:44

4 Smámynd: Kolgrima

En af hverju? Það vita allir að dómar hæstaréttar eru ekki geðþóttaákvarðanir nokkurra manna í hvert skipti. Þeir dæma eftir lögum en styðjast jafnframt við fordæmi. Fordæmin skapa dómararnir og því hafa þeir ótrúlega mikið að segja um þróun refsinga. Því ætti þjóðin ekki að fá að vita hverjir það eru sem fara með það í rauninni ótrúlega mikla vald?

Ég held ekki að reiðin vegna nýfallins dóms hafi verið vegna þess að hann var ekki 12 ár, sem mér skilst að hefði getað verið þyngsti hugsanlegi dómur skv. lögum. Heldur vegna þess að hann var mildari en við var að búast miðað við þróunina í dómum réttarins. Nú virðist hæstaréttur vera að snúa þróuninni við.

Þar fyrir utan hefur seta í hæstarétti þótt mikil virðingarstaða og miklar deilur hafa skapast um skipanir dómara . Myndir af hæstaréttardómurum hafa oft birst í blöðum og nafna þeirra yfirleitt getið í fréttum um dóma. Hvað veldur því að myndbirting nú geri þá nánast að forhertum glæpamönnum, eins og Streinn segir?

Kolgrima, 3.2.2007 kl. 17:05

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Í meginatriðum er ég sammála þér um sjálfstæði og vinnubrögð dómara.  Hitt ber líka að hafa í huga að dómarar eru ekki óskeikulir frekar en aðrir menn. Á sama tíma og einhver Lallinn er fékk 15 mánaða dóm fyrir uppsafnaðann smákrimmaskap fékk níðingurinn Ólafur Barða einungis þrem mánuðum meira fyrir að svívirða 5 stúlkubörn, þar af það yngsta þriggja ára.

Komm on, þarna varð mönnum alvarlega á og reiðibylgja fer um samfélagið.  Þetta skynjuðu ritstjórar Moggans og brugðust við í samræmi við það.  Fullkomlega eðlilegt.

Gyðja réttlætisins er blind.  Já vissulega en þurfum við hin að vera blind líka? 

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.2.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er sammála því að dómarar verði að hafa frið - frið fyrir hvers konar múgæsingu og hefnd þeirra sem þykja dómarnir skrýtnir. Við fáum nógu margar fréttir úr löndum þar sem lýðræði er í molum um að þeir sem vinna að því að sakfella glæpamenn og fletta ofan af glæpum séu drepnir.  

Það er hins vegar ekkert að því að beina sjónum að því hverjir sitja í hæstarétti og sérstaklega mildum höndum réttarkerfið hefur farið um þá sem beita kynbundnu ofbeldi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.2.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband