Miðvikudagur, 10. maí 2006
Vatnsmýri fyrir lest.
Mér finnst það skrítið í allri umræðunni um flutning innanlandsflugsins skuli enginn hafa bent á það að við vorum að auka kostnað okkar við flugrekstur um 1400 milljónir á ári. Með yfirtökunni á Keflavíkurflugvelli þá hækkaði reikningurinn um þessa upphæð. Það er einsog þessar 1400 milljónir árlega skipti bara engu máli? Auðvitað þarf að taka tillit til þeirrar upphæðar þegar við erum að ræða þessi mál.
Ef landið í Vatnsmýrinni er 25 milljarða virði og það má taka þann pening og búa til flugvöll á Lönguskerjum, hvers vegna má ekki taka þann pening og búa til lestartengingu milli Reykjavíkur Keflavíkur og jafnvel upp á Skaga eða Borgarnes? Lestin átti að kosta ca. 25 milljarða, en gæti staðið undir sér á tilits til fjármögnunarkostnaðar. Fjármögnunarskostnaður er coveraður með Vatmýrinni. Það gefur auga leið að til lengri tíma litið hlýtur að vera ódýrara að reka einn völl frekar en tvo. Sérstaklega þegar það er haft í huga að um annan þeirra fara allt upp í 500 manns á dag!
Mér finnst það vera "No-brainer" að flugið fari allt til Keflavíkur. Enda sigrum við að lokum,við Vatnsmýrarvinir, þegar maður skoðar hvernig stuðningur og andstaða við flugvöllinn skiptist eftir aldri þá eru algjör skipti milli eldri og yngri kynslóða. Tíminn vinnur með okkur.
Reyndar á auðvitað að selja Vatnsmýrina og lækka skuldir borgarinnar um 25 milljarða á einu bretti. Síðan ætti að huga að lestinni. En það gerist auðvitað aldrei. Sjórnmálamenn hugsa mikið frekar eins og iðnaðarráðherra þegar hún sagðist hlakka til að eyða þessum peningum. Það eru jól hjá pólitíkusum þegar þeir fá að sóa peningunum okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.