Ísland ekki Costa Rica

ksi-merkiHinir og þessir hér á bloginu fara mikinn vegna framboðs þingfréttaritara Morgunblaðisins til formanns KSÍ. (Stefáni Páls og Sverri Jakobs hlýtur að svíða að draumastúlka kaninku opnaði moggablogsíðu fyrir framboðið) Mér er ekki sama hver vinnur þennan slag. Mínar forsendur eru hinsvegar ekki kvenfrelsi heldur kverúlans. Ég vil að sá vinni sem hendir núverandi merki KSÍ á haugana. 

Það var einhver tíska undir lok níunda áratugarins að skemma gömul merki og koma með ný, væntanlega til að sjá grafískum hönnuðum fyrir vinnu. Sjálfstæðiflokkurinn gerði þessi reginmistök, hér má sjá fallegan fálka  og hér er illfyglið nýji túrbófálkinn. Það voru fleiri aðilar sem létu undan einhverju auglýsingastofu-PR rugli en fáir gerðu það af jafnmiklu smekkleysi og KSÍ.

Costa Rica

Það fer nefnilega ósegjanlega í taugarnar á mér að landslið Íslands leiki undir fána Costa Rica. Costa Rica er vinalegt land, líkt og Ísland þá eiga þeir ekki her en þar er ólíkt hlýrra en hér þar sem Allsnægtaströnd er í mið Ameríku, mitt á milli Panama og Nicaragua. Ég hef ekkert á móti þessu blessaða landi, ég skil bara ekki af hverju íslensku landsliðin í fótbolta þurfa að keppa undir fána þess.

kksiHvað framboð Höllu varðar er það eina sem ég hræðist við framboð hennar er að stjórnmálaskoðandir hennar og tilhneigingar til að afsaka einræðisríki og/eða stuðningsmenn hryðjuverka yrðu til að undir hennar forystu yrði merki KSÍ meira í þessum stíl. -->

Hver svo sem sem kippir þessu í liðinn og færir merki þessa góða sambands í fyrra horf fær minn stuðning.

Að lokum óska ég þess að núverandi merki KSÍ verði sent til austur London og falli þar um deild og verði þaðan selt til Síberíu. Gamla góða

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé alveg sammála um heimsku þess að vera sífellt að skipta um merki, eins og nú er í tísku, verð ég að benda á einn fána.
Það er að segja hina ,,íslensku fánaveifu''
sem sést t.d. á þessari mynd:
http://forsaetisraduneyti.is/media/Fanabokin/jmynd_c2.jpg

Hún er ekki ósvipuð Kóstaríkska fánanum.
Hvað varðar herleysi Kóstverja, þá stunduðu þeir loftárásir 1960 og eitthvað og stóðu í hernaðaraðgerðum við Nikaragúa 1980 og eitthvað, en þó áttu þeir að hafa lagt hernum sínum 1948, eða eitthvað þar um bil.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 18:35

2 identicon

Ég verð nú að segja Friðjón að þú svona eins og kaupmaðurinn sem sagði við bóndann: Komdu á morgun góurinn! Ég held að það hefði verið eðliegt að þú hefðir komið með þína gagnrýni á árum áður. Nú er þetta dautt mál og löngu grafið. Þú virðist líka eiga í erfiðleikum með rökhugsunina þar sem að þú ferð úr einu í annað. Einu er ég sammála: Halla hefur ekkert í þetta að gera og það að hafa Femínista félag á bak við sig er henni til minnkunar!

Mundi (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

kæri Mundi 

Svo ég vitni í sjálfan mig:

Mínar forsendur eru hinsvegar ekki kvenfrelsi heldur kverúlans.

Mér finnst bara ekkert að því að taka upp baráttu fyrir því að taka aftur upp gömul og góð merki. Þetta er það sem íhaldspúngar gera, nöldra yfir breytingum og sætta sig aldrei við þær. 

Ég hefði bloggað fyrir 16-17 árum hefði ég getað. Ég veit ekki hvað það hefði gert Agli, himnarnir hefðu hrunið!

Friðjón R. Friðjónsson, 24.1.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband