Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Forsetinn blessaður forsetinn...
Steingrímur Sævarr gróf upp þetta ótrúlega vídeó.
Ég er að velta því fyrir mér hvernig handritið að þessu hefur litið út. Ég held að þetta hafi litið einhvern veginn svona út: (Ætli Örnólfur Thors hafi fengið að lesa það yfir?)
----------
[Kvenmannsrödd]
Finally you don't come to Iceland without experiencing it's legendary nightlife. If you don't belive us, just ask...
The President.
[Mynd á fánann og þjóðsöngur byrjar]
[Rödd forsetans]
Kos as jú nó, [Mynd á forseta, þjóðsöngur í bakgrunn] þer is þis feimös Reykjavík nætlæf. Eeeeeh vits lasts æ dónt nó from ílefen or tvelf oklok öntil for or fæv or six in þe morníng.
Böt þe essens off þat nætlæf is [Mynd á skoppandi brjóst og dansandi rassa] its not for þe túrists, its for þe æslanders. Þe túrists of kors ar velkom tú djoín in. It dosent haf þis kænd off kommersjal gettíng all jor monní aspekt jú sí in oðer köntrís.
[Mynd panar niður fótleggi í mínipilsi og skiptir á forsetann]
Böt its simplí pjúr fönn. Kríeited bæ þí æslanders for þemselfs. Böt invæting eferíboddí else tú djoín inn.
[ENVY skýst út úr hægra eyra forsetans, blátt flash kemur inn í mynd hægra megin, fer yfir forsetann og undir ENVY - THE END]
----------------------
Hvað er hægt að segja? Þetta slær út opnunina á Pizza 67 í Köben haustið 96.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2007 kl. 01:53 | Facebook
Athugasemdir
Mikið "asskoti" er forseti vor skyni skroppinn (eða "hard up for cash") að hann skuli taka þátt í svona helv. kjaftæði!!! Þetta bull tók í burtu þá bærilegu trú sem ég hafði á honum, kallinum.
Óli "forseti", farðu í rassgat!!!
Gísli (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 00:35
Mikið "asskoti" er forseti vor skyni skroppinn (eða "hard up for cash") að hann skuli taka þátt í svona helv. kjaftæði!!! Þetta bull tók í burtu þá bærilegu trú sem ég hafði á honum, kallinum.
Óli "forseti", farðu í rassgat!!!
Gísli (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 00:38
"It dosent haf þis kænd off kommersjal gettíng all jor monní aspekt jú sí in oðer köntrís."
Hvað er langt síðan blessaður forsetinn hefur keypt sér bjór á barnum ..?
Brjánn (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 09:43
takk fyrir textann!
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 12.1.2007 kl. 12:58
Sorglegt, skil ekki fólk sem kaus þennan mann til forseta. Ég kunni alltaf miklu betur við hann þegar hann var rífandi kjaft á Alþingi og í sjónvarpsviðtölum sem pirraður þingmaður og formaður alþýðubandalagsins.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 15:10
Hvenær losnar þjóðin við þennan slúbert; m.ö.o. hvenær rennur umboðið út? Veit það einhver? Getur hann boðið sig fram til að sitja næsta kjörtímabil?
Ég skammast mín MJÖG MIKIÐ fyrir það að hafa Óla grís á forsetastóli. FARÐU BURT SLÚBERT!!!
Gísli (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 19:44
Var þetta í Oprah þættinum, þessum sama og Svanhildur sagði heiminum frá því hve íslenskar stúlkur væru tilbúnar til að sofa hjá. Svanhildur sagðist hafa verið klippt til, Ólafur hefur örugglega ekki heldur séð við lúmskum kananum og verið klipptur og skorinn út eins og grínfígúra.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.1.2007 kl. 22:10
Hvaða rugl er þetta í ykkur? Óli er fínn...
GK, 13.1.2007 kl. 11:49
að þessi maður eigi að kallast andlit þjóðarinnar út á við. í fyrsta lagi er hann forljótur og svo er hann að taka þátt í svona rugli. þetta er ekki forseta neinnar þjóðar sæmandi að láta sjá sig í svona viðtali!
Haukur (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 17:01
Óli er einn sá svalasti :D
Ég er alveg að fíla þennan gaur :D
IAB (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.