Samsæriskenningar íhaldz

Bjarni Kjartansson sem kallar sig miðbæjaríhald og fer mikinn hér í athugasemdum hér á moggabloginu hefur sett fram áhugaverða samsæriskenningu.

Nú skal taka það fram að Miðbæjaríhaldið er enginn venjulegur sjálfstæðismaður, hann hefur uppáskrift frá Bjarna Benediktssyni (fyrrv. forsætisráðherra og form. flokksins) um pólitískan þroska. Hann hefur sopið marga póltíska fjöruna og þekkir flokkinn og sögu hans vel.

Í athugasemdum við skrif Óla Björns Kárasonar um blaðamannafundinn heldur Bjarni því fram að starfsmenn sjálfstæðisflokksins hafi viljandi klúðrað blaðamannafundinum.

Athugasemd Miðbæjaríhaldsins byrjar svona:

Óli, það getur einfaldlega EKKI verið, að menn hafi verið svona illa undirbúnir hvað varðar umgjörð fundarins.

Svo heldur hann áfram:

Hver er sá snjalli maður, sem boðar blaðamannafund um kl 13, þegar fundur borgarfulltrúa hefst kl 12,30 um alvarlega stöðu og hvernig beri að snúa við pr-inu, sem er algerlega við ALkul um þessar mundir?

Nei  okkar menn KUNNA ÞETTA ALLT MIKLU BETUR en einhverjir ákváðu að GERA EKKI BETUR.

Eins og allir vita þá er það fyrst og fremst 3 aðilar sem eiga að bera ábyrgð á fundum sem þessum. Þau eru:

  • Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri flokksins
  • Kristín Hrefna Halldórsdóttir framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins
  • Jón "Ég hætti aldrei að vera aðstoðarmaður Vilhjálms" Kristinn Snæhólm.

Ég veit ekki hvort eitthvert eitt þeirra á að hafa svikið Vilhjálm eða þau öll.  Ég trúi kenningu Bjarna tæplega, en áður en ég yfirgaf landið minnist ég þess ekki að hafa orðið vitni að því að Bjarna hafi vantað á samkomu sjálfstæðismanna í Reykjavík.

 


Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband