Jón gæti vel endað inni.

Fréttin í mbl og á rúv miðar við kjördæmakjörna þingmenn eðlilega því þeir eru þeir einu sem hægt er að reikna af einhverju viti. Það þarf að hafa í huga að jöfnunarsætin geta reynst flokkum drjúg.

Þannig komst helmingur þingflokks Frjálslyndra inn sem jöfnunarþingmenn síðast.

Hér að neðan er tafla yfir þá sem kjörnir voru í jöfnunarsæti fyrir 4 árum. Þetta eru 9 sæti og 4 þeirra komust inn með undir 7,2% atkvæða á bak við sig.

Kjörd.þingm. framb.hlutfallstala
RVK NÁrni Magnússon B 5,81%
SVGunnar Örn Örlygsson F 6,75%
NAÞuríður Backman U 7,06%
NVSigurjón Þórðarson F 7,12%
SJón Gunnarsson S 7,42%
RVK SBirgir Ármannsson D 7,61%
SVBjarni Benediktsson D 7,68%
RVK SÁgúst Ólafur Ágústsson S 8,33%
RVK NSigurður Kári Kristjánsson D 8,88%

Þannig er það að ekki fullreynt fyrr en öll atkvæði hafa verið talin vort einhver komist inn eða ekki.

Sigurjón "flugbeitti" Þórðarson komst þannig inn á þing í jöfnunarsæti með 1.993,2 atkvæði á bak við sig. Hann var þó ekki sá sem minnstan stuðninga hafði en það var Jón Bjarnason sem flaug inn í kjördæmakjörið sæti í NV-kjördæmi á 1987 atkvæðum.  Það var í annað sinn sem Jón fór inn með fá atvæði á bak við sig en hann hlaut kosningu 1999 með 561 atkvæði. En það var innan við helmingur þeirra atkvæða sem hann fékk í prófkjöri Samfylkingarinnar í febrúar það ár. Í prófkjörinu dugðu rúm 1300 atkvæði til 4. sætis á lista Samfylkingarinnar rúmum mánuði síðar var Jón kominn í framboð fyrir Vinstri Græna og uppskar eins og áður sagði 561 atkvæði og þingsæti.


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég einn...

um það að finnast umræðan um umhverfismál hafa dáið 31. mars? Það stefndi í að verða mál málanna í kosningunum en svo skar Sól í Straumi ríkisstjórnina úr snörunni og gaf henni séns.

Fyrst var stefnt að því að kjósa um stækkunina 12. maí en svo féllu menn frá því.

Hver sem sú ástæða var þá fékk almenningur nóg af umhverfismálum þann 31. mars, þá hætti sókn VG, Ómar missti glæpinn og Framsókn fór að eygja líf.

Getur verið að Lúðvík Geirsson hafi bjargað Framsókn frá útrýmingu?


Bloggfærslur 7. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband