Ég, ég, ég, ég

Ellert Schram hinn nýi þingmaður Samfylkingarinnar er fyndið fyrirbæri. Hann er eini maðurinn sem ég veit um sem hefur birt grein undir fjögurra orða fyrirsögn hvers helmingur var orðið ÉG.

Þessi áhugi Ellerts á sjálfum sér er ekkert nýr af nálinni, umfjöllunarefni hans hefur löngum verið hann sjálfur.  Um Hvítasunnuhelgina birtist í Fréttablaðinu grein Ellerts um Ellert, eins og aðrar greinar höfundar er hún upphafning sjálfsins í tærri mynd. Viðskiptablaðið í gær benti á að ríflega 6% greinarinnar um Hvítasunnuhelgina eru orðið „ég“ og eiginfornöfn. Hann bætti þó aðeins um betur í  sjálfumgleðinni og líkti sér við Jesúm Krist!

elliÞað kemur svo sem ekkert á óvart að til sé Samfylkingarfólk sem vill taka formanninn í guðatölu. Þær raddir höfðu að vísu hljóðnað undanfarinn misseri, en grein Ellerts er kannski vísir að upprisu þess kórs.

Það kemur heldur ekki á óvart að manninn hrjái Messíasarkomplexar, þeir sem kannast við sögu Ellerts innan Sjálfstæðisflokksins þekkja þá hlið. Það vantar þó alveg í grein Ellerts, eftir að hann skilgreindi muninn á sér og frelsaranum, hvað hann sér líkt með sér og Jesúm. Er þetta eini munurinn á þeim eða er fleira sem skilur þá að?

Við bíðum frekari skrifa, vonandi þurfum við ekki að bíða fram á jól.


Bloggfærslur 31. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband