Miðvikudagur, 23. maí 2007
Af hverju Bandaríkin eru stórveldi en Ísland ekki...
er bara spurning um stærfræði. Þeir kunna hana við ekki.
Skýrasta dæmið er að ég fæ jafnmörg puslubrauð og pulsur út í búð.
Skýrasta dæmið er að ég fæ jafnmörg puslubrauð og pulsur út í búð.
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Góðir punktar hjá "hægri" stjórninni
Sáttmálinn lítur ágætlega út, þetta eru helstu puntkarnir sem ég tók eftir við fyrstu yfirferð:
- Stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu
- Á kjörtímabilinu verður leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki
- Stimpilgjald í fasteignaviðskiptum verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa.
- Verkaskipting ráðuneyta verði endurskipulögð
- Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda
- Ráðdeild og varfærni í fjármálum hins opinbera er höfuðnauðsyn
- Trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.
- Stefnt skal að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni miðstýringu.
- Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Á þing fyrir CV-ið?
Fyndið, ég hélt að stjórnmálaþátttaka snérist um eitthvað annað en ferilskránna.
Það er greinilega aðalmálið að fá fleiri konur á þing.
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Það veit á gott
að viðskiptaráðherrann nýji hafi sagt fyrir nokkrum mánuðum:
Það veður hinsvegar áhugavert að fá að vita hvað breytingarnar á viðskiptaráðuneytinu muni kosta til að koma fyrir skrifstofum fyrir hann og aðstoðarmanninn.
Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði
Það veður hinsvegar áhugavert að fá að vita hvað breytingarnar á viðskiptaráðuneytinu muni kosta til að koma fyrir skrifstofum fyrir hann og aðstoðarmanninn.