Miðvikudagur, 16. maí 2007
11.327 kjósendur höfnuðu ruglinu í Jóa
Þá liggur það fyrir 82% kjósenda Sjálfstæðisflokksins höfnuðu ruglinu í Jóhannesi Jónssyni. Það er uppskeran úr þessari sneypuför rógberans úr Bónus. Maðurinn sem trúir mýtunni um að hann sé bjargvættur íslenskrar alþýðu eyddi stórfé til að leggja til dómsmálaráðherra. En lagið var ekki það banahögg sem reitt var til.
Jóhannes sagðist ekki vita hvað herförin kostaði en segist hafa notið góðs afsláttar vegna fyrirtækja sinn. Ég velti því fyrir mér myndi einhver fjölmiðlanna ljóstra því upp ef Jóhannes lét, Baug eða Bónus borga brúsann. Í hvaða stöðu eru trúverðugir fjölmiðlar ef þeir búa yfir slíkri vitneskju? Hvað gerir hann?
Um furðulegar útstrikunarreglur
![]() |
Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Furðurlegar útstrikanareglur
Til að útskýra aðeins hvernig þetta útstrikana dótarí virkar eins og ég skil það eftir að hafa þjösnast í gegnum kosningalög og skýrslu forsætisráðherra um endurskoðun á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis, þá virðist þetta liggja svona:
Þegar úrslit milli flokka eru ljós er búinn til listi fyrir hvert framboð með öllum aðal og varamönnum.
Sem dæmi þá var NV-kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokki hann svona:
- Sturla Böðvarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Oddur Kristjánsson
- Herdís Þórðardóttir
- Guðný Helga Björnsdóttir
- Birna Lárusdóttir
Þá eru teknir saman þeir kjörseðlar sem engin breyting hefur verið gerð og efsti maður fær atkvæðatölu sem er jafnhá óbreyttu kjörseðlunum. D-listinn fékk 5.199 atkvæði og ef 83,3% atkvæða D-lista voru óbreytt þá fær Sturla atkvæðatöluna 4329. Einar K. fær svo 5/6 af atkvæðatölu Sturlu, Einar Oddur 4/6 af tölu Sturlu og svo koll af kolli.* Þá eru breyttu atkvæðin 870 tekin og skoðuð. Ef þau eru öll útstrikanir á Einar Odd þá félli hann af þingi fyrir Herdís í krafti þessara 870 útstrikana.
Í töflu liti þetta svona út:
5.199 | Fjöldi atkvæða | . | . | . |
Atkvæðatala | . | útstrikanir | Atkvæðatala_II | |
6/6 | 5199 | Sturla Böðvarsson | . | . |
5/6 | 4333 | Einar Kristinn Guðfinnsson | . | . |
4/6 | 3466 | Einar Oddur Kristjánsson | 870 | 2596 |
3/6 | 2600 | Herdís Þórðardóttir | . | . |
2/6 | 1733 | Guðný Helga Björnsdóttir | . | . |
1/6 | 867 | Birna Lárusdóttir | . | . |
Er það lýðræðislegt? Þeir sem tapa í hatrömmu prófkjöri en eiga kannski harðsnúinn hóp stuðningsmanna, geta með útstrikunum breytt niðurstöðu prófkjörs með tiltölulega auðveldum hætti.
Ef einhver hefði bent Akurnesingum á þetta þá hefði þeim verið í lófa lagið að koma sinni konu inn. Einar Oddur hefði að vísu getað varist þessu nokkuð lengi með því að fá Vestfirðinga til að strika út Herdísi. Er það sem stefnt er að í kosningalögunum, útstrikanastríð? Það má vera að þetta þyki góðar hugmyndir einhverstaðar í Vesturbænum en þyrmið okkur við þessari vitleysu sem fyrst.
Mér tekst bara ekki að sjá lýðræðið í þessu! Það hafa allskonar spekúlantar komenterað hingað og þangað um blogið að það ætti að virða vilja kjósenda, hvar er hann?
Ég er sannfærður um að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja á sínum tíma. Nema Kristinn H. Gunnarsson! Hann benti á að kjósandi sem vill breyta lista hefur fjórfalt vægi á við þann sem kýs listann óbreyttan. En það var ekki hlustað á hann frekar en fyrr eða síðar. (í þetta sinn var úlfur)
Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta manni Þorkatli Helgasyni þá er þetta kosningakerfi sem hann hannaði ákaflega sérkennilegt. Síðastliðinn föstudag fór árás Jóhannesar Jónssonar ekki framhjá neinum og eftir því sem einhverjar sögusagnir segja, þá hafi um 80% kjósenda ákveðið að hafna rógi Jóhannesar. Hvernig má það vera að hinir ráði meiru?
*Ef aðal- og varamenn væru fleiri þá breytist hlutfallstalan. Þannig er 1/10 á milli frambjóðenda í RS hjá D-lista og RN hjá S-lista. Hlutfallslega minnst þarf til að breyta röð frambjóðenda hjá Sjálfstæðisflokki í SV-kjördæmi.