Skelfilega heimsk umfjöllun

Ég er búinn að lesa 20 heimsk blog útfrá fréttum af þessum hræðilega atburði sem flest öll ganga út á að kenna Bush um þetta á einhvern hátt eða þá að þetta sé maklegt fyrir þjóðfélag eins og er hér vestanhafs. Þetta er auðvitað ekkert annað en sjúk heimska. Eina vitiborna sem ég hef enn lesið er frá Ágústi Hirti. Fyrir þá sem eru sannfærðir um að Bush beri ábyrgð á þessu má benda á að það var í forsetatíð Clinton sem langflest fjöldamorð af þessu tagi hafa verið framin í sögu bandaríkjanna. Forsetinn kemur þessu bara ekkert við.

Hvað varðar hugmyndir manna um bandaríkjamenn almennt þá benda nýjustu fréttir til þess að morðinginn sé kínverskur nemandi sem kom til Bandaríkjanna í ágúst sl. Morðinginn kaus því ekki Bush, né var alinn upp í þessu byssuglaða þjóðfélagi. Ég vona að þetta þjóðfélag sé ekki svo smitandi að 6 mánuðir hér fari svona með menn.

Hafi þetta verið þessi skiptinemi sem menn halda nú þá hafa lögin lítið vægi, því hann gat ekki keypt byssur löglega. 

Nágrannar mínir í NRA halda því auðvitað fram að ef skólinn hefði ekki bannað byssur á háskólasvæðinu þá hefðu nemendurnir getað varið sig. það er ekki óvænt skoðun úr þeim herbúðum þótt klikkuð sé.

Blacksburg er gullfallegur bær, einn fallegasti háskólabær sem ég hef heimsótt. Við vorum þar fyrir 2 árum við brúðkaup vina okkar sem bjuggu þar þá. Þetta var skelfilegur dagur.


mbl.is Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband