Hvar er fátæktin? Hvar ertu lífið sem ég þrái?

solafssongæti Stefán "prófessor Samfylkingarinnar" Ólafsson sungið hárri raust þessa daga, fátæktin og misskiptingin sem hann hefur leitað að logandi ljósi finnst ekki. Það fór nefnilega þannig að þegar skoðað er nánar ástandið á Íslandi þá kemur í ljós að gífuryrðin um fátækt voru orðin tóm. Varaforsetinn Birgir fjallaði  á vef sínum fyrir helgi um niðurstöður nýrrar skýrslu Hagstofu Íslands um lágtekjumörk og tekjudreifingu 2003-2004. 

Þegar skoðað er hlutfall heimila fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty - miðað við skilgreiningu lífskjararannsóknar ESB) kemur í ljós að aðeins í Svíþjóð er hlutfallið lægra. Í Slóveníu og Tékklandi er hlutfallið hið sama og hér á landi en í öllum hinum Evrópulöndunum er hlutfall þeirra heimila sem býr við fátækt hærra.

Í Slóveníu ogTékklandi er líkast til ekki "velferðarþjóðfélag" sem stenst væntingar Stefáns og vina hans í umræðustjórnmálaflokknum. Þannig að við erum í öðru sæti þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við, minni misskipting hér en í Danmörku, Noregi og Finnland!

Þetta eru auðvitað sláandi og skelfilegar niðurstöður fyrir fátæktarklerkana en góðar fréttir fyrir alla aðra.

En er einhver fjöðmiðill búinn að biðja æðsta prest fátæktarumræðunnar um skýringu á misræminu á milli raunveruleikans eins og hann birtist í niðurstöðum Hagstofunnar og hans eigin orða?  Ég hef ekki séð það, en þangað til getum við beint þessum orðum til Stefáns Ólafssonar: 

Enginn verður óbarinn biskup -eða hvað?
Ertu eitthvað aumur, amar eitthvað að?


Bloggfærslur 5. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband