Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Blogiđ virkar II
Ég get ekki neitađ ţví ađ ţađ kitlađi pínu ađ sjá Guđjón Arngrímsson grillađan í Kastljósinu í kvöld. Jóhanna stóđ sig vel, vitnađi í blogiđ nokkrum sinnum og tók vel á Guđjóni. Mér fannst ţađ reyndar skrítiđ ađ viđurkenna sennilegt lögbrot og kenna "samkeppninni" um. Er ţađ kannski bara heila máliđ sem skein í gegn um viđtaliđ, Icelandair er allt af vilja gert til ađ gera hiđ rétta, ţađ er bara ţessi bölvađa samkeppni sem kemur í veg fyrir ţađ. Ef hćgt vćri ađ losna viđ ţessa bévítans samkeppni ţá vćri allt auđveldara.
Ţađ var gott ađ sjá Guđjón viđurkenna mistök Icelandair og ađ ţeir muni leiđrétta framsetningu fargjalda á vefnum.
Endanleg fargjöld verđa hin sömu fyrir fullorđna, en ţá kemur ađ punktinum sem ég hefđi vilja sjá Jóhönnu taka líka. Međ ţví ađ hafa "skatta og gjöld" utan hins almenna verđs hefur Icelandair sleppt ţví ađ gefa 20% afslátt sem börn 2-11 ára fá af almennu fargjaldi. Af 5000 kr. hćkkun eldsneytisgjalds gera ţetta 1000 kr. á miđa fyrir hvert barn á aldrinum 2-11 ára. Ţađ eru ekki mörg börn í hverri flugvél fyrir sig en ţetta safnast ţegar saman kemur. Ţegar ţessir "skattar og gjöld" eru komin inn í fargjaldiđ ţá mun ţađ lćkka til barna.
Verst ađ ţessir smáaurar ţurfi ađ vera á kostnađ barnafólks. Er ţađ nokkuđ gott fyrir ímynd fyrirtćkisins? Ţađ er ekki á móti barnafólki eđa hvađ...?
Hér má sjá grafiđ sem Jóhanna vísar til. Ţađ er fengiđ af vef IATA (The International Air Transport Association) NB ţetta eru ekki einhver skuggaleg neytendasamtök eins og FíB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)