1000 km og 4400 kalóríur

turkey_thanksgivingÉg heyrði það í fréttum fyrir nokkrum dögum að meðal bandaríkjamaður borðar 4400 kalóríur í dag, þakkagjörðardaginn. Kalkúnn, fylling, sósa , sætar kartöflur verða á borðum tengdaforeldranna í dag, allt eins og hefðin segir til um.

Þakkagjörð er stærsta fjölskylduhátiðin hér vestra,  tæpar 40 milljónir manna ferðuðust meira en 80 km í gær og dag til að eyða hátíðinni með fjölskyldum sínum.

Litla útlagafjölskyldan keyrði í 13 klst. í gær til að komast í þakkargjörðarkalkúninn. Við lögðum af stað uppúr 6 um morguninn og komum á leiðarenda nánast á slaginu 7. Við keyrðum 1000 km og eyddum um ca. 90$ í bensín eða um 5600 kr. Hér emja menn yfir ofboðslega háu bensínverði sem er líklega um 50 kr á lítrann. Svipurinn á mönnum þegar ég útskýri að heima borgi menn tæpa 8$ fyrir gallonið (það kostar um 3$ hér) er óborganlegur.  Íslendingar eru annaðhvort lyddur að láta þetta yfir sig ganga eða þeim er haldið í einhverjum sósíalískum fjötrum sem ekki er hægt að skilja. Hvor skýringin sem menn leita til, vorkenna þeir íslendingum mjög að búa við þessa skattpíningu.

 


Bloggfærslur 22. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband