Mánudagur, 22. október 2007
SÁÁ og vínið
Það er ekkert sérstaklega traustvekjandi að SÁÁ fari rétt með niðurstöður þessarar sænsku rannsóknar sem þeir vísa í, þegar þeir klúðra nafni rannsakandans.
Á heimasíðu SÁÁ er vísað í sænsk-ameríska rannsókn sem þegar búið er að snúa henni upp á Ísland á að færa sönnur á því að ef lagafrumvarp Sigurðar Kára nær fram að ganga,þá tapi 50 fleiri íslendingar lífi en annars á ári hverju.
Mig fýsti að lesa eitthvað um þessa rannsókn Harorlds Hunter sem SÁÁ vísar til og mér gekk satt að segja bölvanlega að finna eitthvað eftir Harold Hunter um áfengisvarnir. Harold Hunter var víst skeitari sem lést langt fyrir aldur fram og í líki hans fannst mikið magn kókaíns. Honum gafst því skiljanlega lítill tími til ritstarfa.
Það er magnað af SÁÁ að slengja fram svona fullyrðingu, væna flutningsmenn frumvarpsins um að viljandi ætla að stuðla að dauða fólks en geta svo ekki farið rétt með grunnatriði eins og nafn höfundar skýrslunnar sem vísað er til. Þar til SÁÁ kemur fram með málefnalegt innlegg í umræðuna þá verður ekki mark á þeim takandi. Til dæmis gætu þau byrjað á því að birta allt viðeigandi efni úr skýrslu Harolds Holder sem þau eru líklega að vísa til. en þótt SÁÁ gerði það þá eru samtökin búin að sýna það að þau geta varla talist faglegur aðili í umræðunni og því verður erfitt að taka mark á framlagi þeirra.