og megi þeir stikna í heitasta

Ég var á leið til Madrid 11. mars 2004 en komst ekki lengra en til Köben. 

Þegar við heyrðum fyrstu fréttir af sprengingu í Madrid sagði ég við ferðafélaga minn, iss þetta er bara eitthvað ETA vesen, það hefur engin áhrif. Þá vorum við nýstigin út úr vélinni frá Íslandi og vorum að hlusta á talhólfsskilaboð sem gáfu ekki skýra mynd. Eftir því sem myndin skýrðist þá varð ljóst að fundurinn sem við vorum á leið á yrði ekki haldinn.  Ég hafði hlakkað til að koma til Madrid og Spánar í fyrsta sinn í 6 ár, vonbrigðin voru mikil. Ég bjó íBaskalöndum í ár og kynntist konunni minni þar, Spánn er í miklu uppáhaldi.

Ég ekki að gera lítið úr harmleiknum sem dundi yfir þarna, þegar við heyrðum í okkar kontakt þá var það auðheyrt að hún var algjörlega miður sín, skiljanlega. Fólk dó, örkumlaðist og slasaðist. 

Ég hef ekki enn snúið aftur til Spánar, ég er enn persónulega brjálaður út í þessa menn sem stóðu að þessu hryðjuverki. Ekki vegna þess að ég komst ekki alla leið, heldur vegna þess að þessi atburður stendur mér nær bæði vegna tengsla minna við landið og vegna ferðarinnar þá varð ég einhvern veginn þátttakandi í atburðinum. Þótt það hafi verið smávægilegt.

Megi þeir stikna í heitasta helvíti þessir al-kædar. 

 


mbl.is Sjötti maðurinn handtekinn vegna tilræðisins í Madríd 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband