Áfall fyrir Bush?

10 fréttir Sjónvarpsins birtu sérkennilega frétt í gærkvöldi. Fréttin var frásögn af því að Richard A. Clarke fyrrverandi ríkisstarfsmaður í Bandaríkjunum teldi stöðu Bandaríkjanna í Írak vonlausa. Katrín Pálsdóttir sagði okkur frá því að ummæli Clarke væru mikið áfall fyrir Bush forseta sem ætlar að kynna nýja stefnu sína á morgun.

Fyrir þá sem hafa lágmarksþekkingu á bandarískum stjórnmálum (sem er synd að Katrín hafi ekki) þá eru þetta ekki miklar fréttir. Þetta álit Richard A Clarke er álíka mikið áfall fyrir Bush og ef John Kerry hefði gagnrýnt stefnu hans.

Clarke var að tala hjá The Center for American Progress sem er stýrt af John Podesta fyrrverandi starfsmannastjóra Bill Clinton. Það er fyrst og fremst litið á Clarke sem anti-Bushista ekki sem hlutlausan sérfræðing.

Skýrasta dæmið um hve mikil ekki frétt þessi yfirlýsing er að ég finn ekki neina frétt um hana neinsstaðar á internetinu. Ef málið væri frétt, ef orð þessa mans væri áfall fyrir G.W. Bush þá væru vinstri sinnuðu fréttablöðin Washington Post og New York times með þau á forsíðu. Svo er ekki ekki einu sinni kommúnistablöð eins og The Guardian á Englandi minnast á þetta einu orði. CNN hefur eki minnst á þetta nú má vera að þeir séu að bíða eftir að maximiza áhrifin og allir fjölmiðlar verði uppfullir af þessu áfalli bandaríkjaforseta. Ég ætla ekki að halda í mér andanum, reyndar skal ég éta hatt Hallgríms Helgasonar ef þetta verður að stórmáli.

Þetta er svona mál eins og ef Karl Th Birgisson myndi lýsa sig ósammála stefnu Geirs Haarde og fjölmiðlar teldu það áfall fyrir Geir.


mbl.is Bandarískir hermenn til Íraks fyrir lok þessa mánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband