Fimmtudagur, 7. desember 2006
Talsmaður neytenda
er skrítin skepna. (Þá er ég að tala um embættið ekki Gísla Tryggvason sjálfan.) Það að enginn hafi skellt uppúr þegar framsóknarráðherrann og bóndinn Valgerður lagði fram frumvarp um talsmann neytenda er furðulegt. Ráðherra flokks sem hefur markvisst í 90 ár miðboðið og misnotað neytendur býr til embætti talsmanns fórnarlamba sinna.
Þess vegna varð að velja rétt í sætið. Ef einhver er undrandi á því að Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð hafi skipað Gísla Tryggvason Gíslasonar rektors MA frá 1973-2003, þá er viðkomandi lítt versaður í pólitík Framsóknarflokksins. (Hér er listinn yfir þá sem sóttu um embættið, er einhver meiri norðanmaður þarna eða með viðlíka tengsl í kjördæmi ráðherrans?)
Núnar er ég hinsvegar að velta fyrir mér talsmanni neytenda hinum fyrsta, Gísla Tryggvasyni. Hvernig getur hann verið trúverðugur talsmaður neytenda eftir að hann gaf kost á sér í pólitík. Núna hljóta allar hans yfirlýsingar verða skoðaðar í ljósi metnaðar hans á þeim vettvangi.
Hvernig er t.d. hægt að skoða eftirfarandi yfirlýsingu annað en pólitíska yfirlýsingu og skoðun Gísla Tryggvasonar?
Þar sem ég tel það ekki hlutverk talsmanns neytenda að hafa skoðun á því hvert eignarhald fyrirtækja á markaði skuli vera tel ég að öðrum kosti koma til álita sem illskárri kost að horfið verði frá yfirlýstri markaðsvæðingu raforkumarkaðar og komið á opinberri verðstýringu á markaði með þá grundvallarvöru sem raforka er."
Reyndar dettur manni í hug orðin kálfur og ofeldi, eða kannski er þetta bara svekkelsi að koma svona í bakið á Jóni og Valgerði?
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Hræðist ekki...
Pólitíkin er enn helblá þótt útlitið sé vinstigrænt.
Var að dunda mér við í gærkvöldi við að teikna upp aðeins jólalegra útlit fyrir hátíðarnar. Boðskapurinn verður enn rex og pex íhaldspungs.
Ég er ekki mikið jólabarn eins og kannski má sjá, ég er ekki að missa mig í föndrinu. Það bætist kannski í þegar líða tekur að jólum.
Band of Horses er búið renna í Ipoddinum og tölvunni undanfarið, setti inn nýtt lag The Funeral
eðalmúsík einn desti diskur þessa árs. Lagið tengist jólunum ekkert.
Im coming up only to hold you under
Im coming up only to show you wrong
And to know you is hard and we wonder
To know you all wrong, we were
At every occasion I'll be ready for a funeral
At every occasion once more is called a funeral
Every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)