Föstudagur, 15. desember 2006
Mynd vikunnar.
Mynd vikunnar er mynd af Heimssýnar bloginu. Hún sýnir stjórnarskrá lýðveldisins, Bandaríkjanna og hina fyrirhuguðu stjórnarskrá Evrópusambandsins. (Giscard dEstaing sagðist vona að skólabörn myndu læra utanaf formálann, hann er nú ekki nema 440 orð ef maður sleppir þeims sem staðfesta hana, það telur 500 orð)
Myndin segir meira en þessi tæpu 1000 orð sem formáli evrópuskráarinnar telur.
Þjóðfélag það þar sem grunnlögin er svona doðrantur er í vanda. Í því þjóðfélagi verða lögfræðingar og endurskoðendur feitir.
Ef grunnlögin eiga að vera svona hvernig yrði restin?
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2006 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 15. desember 2006
Algjör illi.
illi er orð sem ég og minn næsti yfirmaður vorum að ræða fyrr í dag. Þá er ég að tala um orðið illi í merkingunni að vera algjör illi. (Vil taka það fram að við vorum að tala um okkur sjálf en ekki samstarfsmenn eða forstöðumenn undirstofnunar, þar eru engir illar.)
Það sem við erum bara áhugamenn í orðsifjum þá datt okkur ekkert í hug, enda kannski ekki tími til mikilla málkrufninga á miðjum vinnudegi við kaffivélina.
Kann einhver lausnina á illu orðsifjagátunni um illa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. desember 2006
Hvert stefnir Halla?
Halla Gunnarsdóttir pistlahöfundur og fyrrv. blaðamaður á Mogganum birti í gær viðhorfspistil sem vakti mig til umhugsunar. Pistillinn heitir "Hvert stefna Þjóðmál?" og þar fer hún yfir allt það sem henni finnst að tímaritinu Þjóðmál.
Hún hefur mál sitt á því að hrósa tímaritinu, það fari vel í hendi og lítið sé um auglýsingar. "Sumar greinar í Þjóðmálum skýra vel afstöðu og rök hægri manna og er það vel" segir Halla en bætir svo við: "Aðrar halda á lofti undarlegum, jafnvel afturhaldslegum, hugmyndum sem eru tímaritinu ekki til sóma." Það skín í gegn að henni finnst ómögulegt að afturhaldslegar hugmyndir fáist prentaðar. Þessar greinar sem henni er svo uppsigað við eru um jafnréttismál, innflytjendur og fóstureyðingar. Erfið mál að ræða en merkilegt að bregðast þannig við að vilja banna umræðuna. Lokaorð Höllu eru varnaðarorð til "upplýsts" fólks um að skrifa nú ekki í þetta ófétis tímarit:
Fræði- og stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrifa í Þjóðmál með óbreyttu sniði.
Það er frekar að blaðamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu ekki að vilja loka á umræðu.
Nú eiga vinstri menn Lesbók Moggans og fleiri rit fyrir sín hugðarefni og ég hef ekki séð neinn vara við skrifum í LEsbókina þótt síður hennar séu t.d. notaðar í 22 ára gamalt uppgjör við nýlátinn mann.
Ég hef gaman af því að lesa skrif Höllu þótt ég sé henni aldrei sammála, ég skil ekki áráttu hennar til að bera blak af harðstjórum og hryðjuverkamönnum og leikið einhvern afsökunarleik fyrir þá. Rétt eins og mér virðist hún ekki skilja áráttu manna eins og mín að benda á að Ísrael er enn eina lýðræðisríkið í mið-austurlöndum og því eigi þeir að njóta vafans í deilum við harstjóra og leppi þeirra.
Ég ætla samt ekki að segja við neinn ekki skrifa á sömu síður og aðdáandi hryðjuverkamannanna í Teheran. Ég myndi frekar hvetja til þess að fólk svaraði atyrðum sósíalistanna, efni til umræðu því í þeim slag stöndum við sterkar að vígi, sannleikurinn og sagan er okkar megin.
Föstudagur, 15. desember 2006
Jakob og Jón
Eftir að hafa lesið í gær að Jakb Magnússon sé að skoða framboð með Framtíðarlandinu þá datt mér í hug að ef Jón Magnússon væri ekki búinn að binda trúss sitt við Frjálslynda þá væri hann í þessu viðtali.
Jakob er á góðri leið með að breytast í Jón. Svona mann sem miklu meira framboð er af en eftirspurn