Fimmtudagur, 14. desember 2006
Google Analytics
Eitt af því sem mér fannst hvað helst mætti bæta hér á bloginu voru betri upplýsingar um heimsóknir og tilvísanir. Mér fannst HTLM-boxið skrítið í virkni og hreint út sagt var ég ekki að ná að virkja það.
Hinir ljómandi ljúfu starfsmenn netdeildarinnar hafa nú leitt mig í allan sannleik um hvernig HTML boxið virkar þannig að ég get sett inn kóða sem gefur mér bestu greiningu á heimsóknarupplýsingum semég hef séð. Tólið er ókeypis og frá Google, Google Analytics. Gmail notendur geta notað loginið sitt.
Niðurbrot upplýsinganna er magnað, einnig eru margir skemmtilegir fídusar ss. heimskort sem sýnir hvar lesendur þínir eru. Hér til hægri er smá myndbrot.
Leiðbeiningar netdeildar mbl til að setja inn HTML-box:
Varðandi HTML-boxið, stofnarðu það á eftirfarandi hátt: þú velur Listar í stjórnborðinu, stofnar nýjan lista, velur gerðina HTML, setur fyrirsögn í reitinn Nafn og sjálft HTML-ið í reitinn Lýsing. Við vitum að þetta er mjög órökrétt en það stendur til bóta ...
Það gerirðu með því að fara í útlit og síðueiningar. Þar seturu inn svokallað notandaskilgreint HTML box. Til að setja inn efni í þetta box ferðu í listar og býrð til lista af HTML gerð. Þú setur fyrirsögn í reitinn Nafn (með því að setja bara bil þá birtist teljarinn ekki) og sjálft HTML-ið(teljarakóða GA) í reitinn Lýsing.
Svo einfalt er það.
Það er svo gaman að greina gögn.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 14. desember 2006
Enn um fátækt
og fátæklega umræðu um skýrslu forsætisráðherra.
Þessi fátæka umræða heldur áfram, þeir sem meiri áhyggjur hafa að því hvernig náunganum gengur en öðru hafa allt á hornum sér, aðrir eru að átta sig á málinu. Þessi leið sem farin er að við skýrsluskrifin að forskrift Samfylkingarinnar er mjög gölluð. Það sem 50% af miðgildi leiðin mælir er ekki fátækt heldur hlutfallsleg fátækt eða ójöfnuður. Yfirleitt er þessi mælikvarði notaður með öðrum til að mæla eitthvað ástand. Þótt Wiki sé ekki alltaf besta heimildin þá birtist það ágæt samantekt á mælikvarða á fátækt. Heimildirnar sem vísað er í á wiki eru frá SÞ. Þar sért skýrt að 50% af miðgildi reglan er bara einn þáttur í mælikvarða á fátækt.
50% frá miðgildi reglan mælir dreifingu tekna að ákveðnu leyti en samt ekki einu sinni sérstaklega vel. Mig langar til að sýna smá töflu. Hér erum við með 3 lönd sem öll búa við sömu efnahagslegu skilyrðir nema tekjur einstaklinga, þeir eru 7 í hverju ríki fyrir sig.
Janftenskíttistan | Velmegunía | Ríkistan | |
1 | 100 | 200 | 340 |
2 | 110 | 400 | 390 |
3 | 120 | 600 | 600 |
miðgildi 4 | 130 | 801 | 801 |
5 | 140 | 1000 | 1250 |
6 | 150 | 1200 | 1500 |
7 | 160 | 1400 | 1800 |
Hlutfall fátækra | 0% | 28,6% | 28,6% |
Maður spyr sig er ekki betra að vera með 200 krónur í Velmeguníu en 160 í Jafntenskíttistan?
Skilvirkasta leiðin til að minnka þessa hlutfallslegu fátækt í Velgemeníu og Ríkistan er að reka silkiliðið úr landi. Það var kannski það sem Ömma efnahagsundri gekk til þegar hann vildi gera bankana útlæga.
Janftenskíttistan | Velmegunía | Ríkistan | |
1 | 100 | 200 | 340 |
2 | 110 | 400 | 390 |
miðgildi 3 | 120 | 600 | 600 |
4 | 130 | 801 | 801 |
5 | 140 | 1000 | 1250 |
Hlutfall fátækra | 0% | 20% | 0% |
Og sjá fátæktin hverfur í Ríkistan en samt er meira bil milli þess ríkasta og fátækasta en í Velmeguníu.
Málið er að á öllum öðrum kvörðum þar sem ekki er spurt um hlutfallslega skiptingu heldur beinan árangur þá erum við í efstu sætum. Samkvæmt lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir fátækt í heiminum þá erum við í 2. sæti á eftir leiðinglegu oílumógúlunum.
Það sem er áhyggjuefni og skiptir meira máli fyrir þá sem minna hafa milli handana en þessi pantaði skandall þeirra í Samfylkingunni er hlutfall ráðstöfunartekna af launum. Það skiptir máli þegar rætt er um hvernig fólk hefur það.
Hagstofan gefur út upplýsingar um ráðstöfunartekjur og útgjöld heimila á mánuði (opnar EXCEL skrá) og taflan hér að neðan er yfir árin 2002-2004.
Heimilisgerðir | Útgjöld sem hlutfall ráðstöfunartekna |
Allir | 93,8 |
Einhleypir | 95,0 |
Hjón/sambýlisfólk án barna | 97,5 |
Hjón/sambýlisfólk með börn | 90,7 |
Einstæðir foreldrar | 105,0 |
Önnur heimilisgerð | 89,3 |
Einstæðir foreldrar safna skuldum og enginn hefur mikið til að leggja til hliðar. Til að laga þetta þarf að hækka ráðstöfunartekjur td. með því að lækka beina skatta og lækka útgjöld með því að lækka óbeina skatta eins og VSK. En ríkisstjórnin var einmitt að gera nákvæmlega það og þess vegna skiptir meira máli hvað Árni Matt gerir en allar skýrslur heimsins og þess vegna eigum við að vona að Sjálfstæðismenn hafi enn lyklavöld í Arnarhvoli eftir 12. maí nk. en ekki popúlískir froðusnakkarar.
Að lokum þrír punktar.
- Það kemur skýrt fram í skýrslunni að talan 4.634 er líklega ofáætlun. Þegar tillit hefur verið tekið til námslána lækkar talan í 4.400 og meðlagsgreiðslur lækka hlutfallið enn frekar.
- 75% þeirra sem töldust fátækir árið 2000 eru það ekki lengur fjórum árum seinna. Það bendir til þess að ætluð fátækt sé mjög tímabundin. Í raun mætti ætla að það séu þessi 25% sem eftir sitja sem við þurfum að hafa áhyggjur af það eru ca. 1000 börn.
- Börn Jóns Ólafssonar hér um árið mældust bláfátæk þegar hann var með uppgefnar tekjur upp á ca. 70 þús. á mánuði. Þar sem miðað er við upplýsingar frá skattinum þá eru þeir sem hundsa hann taldir til fátæklinga.
Á morgun gefur Hagstofan út Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2003-2005. Það verður mjög forvitnilegt að skoða.