Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Jamm og jæja... tæknileg mistök.
Það var nefnilega það.
Hér að neðan urðu margir til að gera athugasemdir við blogið um Árna Johnsen, bæði í athugasemdum og í bréfum til blogsins. Ég var talinn dæma hann hart og ég veit ekki hvað og hvað, sérstaklega þóttu þessi orð mín ómakleg:
Ég tel að með framboði sínu sé Árni að reyna að sanna það að hann hafi alls ekki verið sekur, að hann sakleysi hans verði sannað með því að hann verði kosinn á þing að nýju. Ef það er rétt þá mun hann taka upp fyrri iðju til að sanna það að hún hafi ekki verið saknæm. Það mun verða Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt.
Með orðum sínum í fréttum í gær er ÁJ lagður af stað þann veg sem ég lýsi, hann viðurkennir ekkert nema "tæknileg mistök", sýnir enga iðrun.
Ég veit ekki hvernig eigi að taka á framboðsmálum á Suðurlandi, en ef Sjálfstæðismenn í öðrum kjördæmum sýna hug sinn í málinu þá eru það skilaboð til kjósenda þeirra að vera ÁJ á framboðslista Sjálfstæðisflokksins sé þeim ekki að skapi. Ég vona að Árna Johns málið verði ekki að kosningamáli en maðurinn er svo upptekinn af því að gefa frá sér heimskulegar yfirlýsingar sem ergja fólk að það er mikil hætta á því að hann verði í aðalhlutverki næsta vor.
![]() |
Árni iðrast ,,tæknilegra mistaka" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Hver sagði...
árið 2004 þegar rætt var um breytingar á lögum um útlendinga?
"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."
"Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi..."