Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Fimmtudagur, 4. september 2008
Hvað kom fyrir rúv.is?
Við hérna í útlandinu stólum dálítið á ruv.is og það hefur gengið ákaflega vel hingað til.
Allan síðasta vetur og fram á vor var það seremónía hjá okkur feðginunum að horfa á Stundina Okkar á netinu, það hjálpaði til að við að viðhalda íslenskunni og svo eru þetta skemmtilegir þættir.
Eins átti ég það til að kveikja á kvöldfréttum á fartölvunni, tengja tengja við hátalar og láta ganga á meðan ég framdi næringarmyrkraverk í eldhúsinu.
í sumar gerðist hinsvegar eitthvað, straumurinn er ekki lengur straumur heldur spræna. Við heyrum en myndir birtast bara stopult. eins og gefur að skilja finnst frumburðinum ekki gaman að horfa á stillimyndasýningu Stígs og Snæfríðar, hún gefst upp.
Ég hélt lengi vel að nettengingin væri eitthvað að stríða mér og eðlislæg leti tryggði aðgerðaleysi. Síðan var það fyrir rúmri viku sem ég póstaði á Feisbúkk:
Fridjon er pínu svekktur hvað netútsending á Rúv.is hefur versnað.
Og viti menn, um leið kom viðbragð:
O guð hvað ég er sammála þér Friðjón... vont fyrir okkur sem erum alltaf í útlöndum!!!
Með kveðju
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Firefox dagurinn
Það eru ekki bara Íslendingar sem halda daginn hátíðlega. Nördar heimsins fagna líka því í dag kemur langþráð uppfærsla á Firefox vafranum - Firefox 3.
Tæpar tvær milljónir manna hafa heitið því að sækja vafrann á sólarhringstímabili eftir útgáfuna, þar af 1400 íslenskir nördar. Markmiðið er að slá heimsmet í niðurhali.
Hér er hægt að sjá dreifingu heitstrenginganna um allan heim.
Ég hef verið með beta útgáfu og svo RC (Realease Candidate) í notkun lengi. Þetta er fjandi fínt tól. Líklega sneggsti vafri sem ég hef notað.
Gakktu í Firefox liðið hér... (eftir kl. 17.00 17 júní 2008)
ATH bíddu þar til að þú sérð að hægt sé að sækja Firefox 3
10 ástæður fyrir því að sækja og nota Firefox 3 skvt. TGdaily
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 1. desember 2007
Nova
ég bý í NoVA en það er ekki til umfjöllunar hér heldur símafyrirtækið. Ég var að skoða vefinn þeirra og það verður ekki annað sagt en að þetta líti vel út hjá þeim.
ég er mikill 3G notandi hér úti, nota símann til að lesa póst og blogg og nota oft símann sem módem fyrir tölvuna. Tæknin er snilld, en mjög margir vefir þurfa að taka sig á til að verða leshæfir, ég nenni yfirleitt ekki að lesa íslenskar fréttir í gegnum símann, vefirnir eru það gallaðir. Reyndar er ég ekki búinn að prófa nýja mbl.is en Rúv.is hefur hingað til verið langskásti kosturinn. Vísir, dv.is og eyjan.is eru verri aflestrar, sem mér finnst slæmt því ég nota eyjuna mikið annars því þar fæ ég yfirlit og úrval frá öllum fréttastofunum.
Það er ögn pínlegt að setja í loftið vef þar sem áfyllingarsíðan virkar ekk (amk ekki kl.8.00 ísl. tíma lau 1. des)
Það er stór plús að vera með þessa Nokia síma á tilboði 6120 er smart og N95 8GB er síminn sem aðra síma dreymir um að verða þegar þeir verða stórir. Hann er að vísu á um 700$ hér sem gerir hann að mjög dýrum síma. Nokia N95 8GB er hærra á óskalistanum en Iphone.
Yfir línuna lítur þetta þó vel út hjá Nova og ég myndi stökkva á þetta 3G tilboð þeirra það er gott meira segja á amerískan mælikvarða, en vara mig um leið á því að nota símann ekki sem módem því þá tikka inn megabætin og það er ekki lengi farið yfir 100MB þannig.
Aðallega er hægt að óska íslenskum símanotendum til hamingju með aukna samkeppni.
PS.
Ég skoðaði nýja mbl.is í símanum, hann er verri en sá gamli ef eitthvað er.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 24. júní 2007
Nörda blogg - Google býður alltaf eitthvað sniðugt
Fyrst nefni ég Reader vefhugbúnaðurinn frá Google, það er tiltölulega einfalt forrit sem safnar saman öllum síðum sem ég set í áskrift, þannig þarf ég ekki að fara inn á ákveðnar síður til að lesa þær heldur birtir Google Reader allt nýtt efni um leið og það er birt. Þannig hef ég safnað saman moggablogurum, eyjubloggurum, blogspotbloggurum og ýmsum fréttaveitum til að safna saman á einn stað öllu því efni sem ég vil fylgjast með. Ólíkt blogggáttinni þá er birtist allur texti blogga óháð útliti, bara hreinn texti og myndskreytingar greina. Allir sem eru með Gmail geta skráð síður í Reader.
Næsta nördatól er síminn minn. Hann er næstmesta þarfaþingið á eftir tölvunni sjálfri. Ég er með svokallaðan 3G síma sem býður upp á tiltölulega hratt niðurhal. Ég féll fyrir honum í versluninni þegar ég gat horft á Rúv fréttir í honum eins og ekkert væri. Með 3G síma get ég skoðað póstinn minn, lesið blogg og hlustað á útvarpið hvar sem er og hvenær sem er. Þótt skjárinn sé ekki stór þá er þetta eins og að lesa dagblaðadálk, flestar vefsíður er allt í lagi að lesa en það er enn ein snilldin frá Google sem hefur sparað mér ótrúlegan tíma undanfarið. Með Google Mobile þjónustunni er ég svo með Reader í símanum og get þannig lesið efni ð án truflunar frá lélegri html vinnu sem ræður ekki við Mobile vafra. Með símanum er ég þannig óháður hefðbundinni nettengingu og les það sem mér finnst áhugavert nánast hvar sem er og hvenær sem er.
----
Glöggir hafa tekið eftir því að ég er einn eyjubloggara, en ég er líka á moggablogginu. Ég á eftir að finna út úr því hvernig ég sníð þetta saman. Breytingar á næstunni.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. desember 2006
Google Analytics
Eitt af því sem mér fannst hvað helst mætti bæta hér á bloginu voru betri upplýsingar um heimsóknir og tilvísanir. Mér fannst HTLM-boxið skrítið í virkni og hreint út sagt var ég ekki að ná að virkja það.
Hinir ljómandi ljúfu starfsmenn netdeildarinnar hafa nú leitt mig í allan sannleik um hvernig HTML boxið virkar þannig að ég get sett inn kóða sem gefur mér bestu greiningu á heimsóknarupplýsingum semég hef séð. Tólið er ókeypis og frá Google, Google Analytics. Gmail notendur geta notað loginið sitt.
Niðurbrot upplýsinganna er magnað, einnig eru margir skemmtilegir fídusar ss. heimskort sem sýnir hvar lesendur þínir eru. Hér til hægri er smá myndbrot.
Leiðbeiningar netdeildar mbl til að setja inn HTML-box:
Varðandi HTML-boxið, stofnarðu það á eftirfarandi hátt: þú velur Listar í stjórnborðinu, stofnar nýjan lista, velur gerðina HTML, setur fyrirsögn í reitinn Nafn og sjálft HTML-ið í reitinn Lýsing. Við vitum að þetta er mjög órökrétt en það stendur til bóta ...
Það gerirðu með því að fara í útlit og síðueiningar. Þar seturu inn svokallað notandaskilgreint HTML box. Til að setja inn efni í þetta box ferðu í listar og býrð til lista af HTML gerð. Þú setur fyrirsögn í reitinn Nafn (með því að setja bara bil þá birtist teljarinn ekki) og sjálft HTML-ið(teljarakóða GA) í reitinn Lýsing.
Svo einfalt er það.
Það er svo gaman að greina gögn.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. ágúst 2006
Heimskulegt
Það er svo yfirmáta heimskulegt að horfa á skrá, hugsa "Þetta er örugglega vírus" en smella samt á hana og komast að því að maður hafði rétt fyrir sér. Fjórum sólarhringum síðar er vélin orðin hrein að nýju.
Reyndar var þetta ekki vírus heldur svokallað "malware" forrit sem plantaði sér djúpt í iður vélarinnar og opnaði gáttir fyrir önnur illa innrætt forrit. Þannig komst inn á tölvuna forrit sem fylgist með öllum innslætti til að stela lykilorðum, forrit til að nota vélina sem spam póstþjón og svo mætti lengi telja. Á innan við sólarhring voru komin 1200 tilvik af slíkum forritum. Ég er núna að keyra 4 anti-spyware forrit og 2 vírusvarnarforrit til að vera viss um að allt sé í lagi. Ég finn það reyndar á vélinni að hún er orðin söm því það hægði svo á vinnslu á meðan þessu stóð.
Af reynslu minni verð ég að segja að hvorki Windows Defender né Ad-aware var að standa sig. Forritin Ewido og Prevx fóru langleiðina með boltann, gratís forritið Spy-Bot kláraði málið. Ewido og Prevx þarf að borga fyrir að 30 dögum liðnum, hið fyrra 30$ fyrir árið hið síðara 20$. Það sem ég hef séð til Prevx þá mun ég líklega kaupa það. 20$ eru enginn peningur og mér líkar hvernig það vinnur. Með Prevx og SpyBot þá ætti maður að vera fær í flestan sjó. En lykilatrið er auðvitað, að þegar maður sér skrá og hugsar "Þetta er örugglega vírus", EKKI smella.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)