Mánudagur, 3. mars 2008
Bull á Búnaðarþingi
Eftir að hafa horft á fréttir Rúv á sunnudagskvöld og lesið stand-up atriði Ólafs Ragnars á Búnaðarþingi leit ég á strimil verslunarferðar gærdagsins. Nokkrir hápunktar:
- 500 kr fyrir 2 stóra ferska kjúklinga, 4 og hálft kíló samtals eða rétt rúmar 100 kílóið.
- 400 kr fyrir kíló af grískum Feta osti.
- 780 kr. fyrir 2 kíló af soðinni skinku (partýskinku)
- 1500 kr fyrir 3 rauðvínsflöskur, Chianti frá Ruffino, Sangiovese frá Biagio og eina Beaujolais frá Louis Jadot Allt einföld ódýrt hversdagsvín.
- 170 kr fyrir 70g af ferskum Kóríander og sama fyrir ferska Basilíku, pakkningin er að mig minnir ca tvöfalt stærri en er venjulega heima.
- 325 kr fyrir 450g pakkningu af lífrænt ræktuðum konfekt tómötum sem var auðvitað alltof dýrt sérstaklega í samanburði við
- 390 kr fyrir 1,36 kg af gullfallegum plómutómötum eða 287 kr kílóið.
- Af tillitssemi við forsetann og spádóma hans um hækkandi matvælaverð segi ég ekki frá því hvað við borguðum fyrir svínakóteletturnar.
------------
Auðvitað er ekki nema hluti af þessu landbúnaðarafurðir sem framleiddar eiga sér einhverskonar hliðstæðu í íslenskum landbúnaði.
Af öðrum vörum get ég nefnt að við keyptum kassa með 174 Pampers Cruisers (Active Fit heima í fjólubláum pakkningum) bleyjum númer 4 og borguðum 2200 kr fyrir. Það er ca. 12 kr pr bleyju.
Svo tók ég eftir að kassinn af Heineken 24 glerflöskur, kostar um 1600 kr. sem er frekar dýr bjór hérna. Maður tekur alltaf eftir bjórverðinu.
Bensínlítrinn er á ca. 55 kr. Menn segja að hann gæti farið uppundir 70 kr síðar á árinu fyrir ári var lítrinn ca. 40 kr. Ríkið tekur ekki nema tæp 20%.
----------------
Hvað spádóma forsetans varðar þá er sá sem þetta ritar svo einfaldur að hugsa ef matvælaverð úti í heimi hækkar uppúr öllu valdi er þá eitthvað því til fyrirstöðu að leyfa innflutning á þessum rándýra mat? Ekki þarf íslenskur landbúnaður vernd gegn dýru útlensku dóti sem er þar að auki skrítið á bragðið og líkist gróðurhúsagrænmeti ekkert?
Það lá við að formaður bændasamtakanna vildi sjálfur drífa sig af stað og loka höfnum og flugvöllum svo hlakkaði í honum vegna yfirvofandi dómsdags.
Að vísu hlýtur fréttin á vísi.is um að uppgötvanir vísindamanna geti komið í veg fyrir uppskerubresti í framtíðinni að vera reiðarslag fyrir Búnaðarþing. Hvernig á matvælaverð að hækka ef þessir fjárans vísindamenn leysa vandann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Finnum fordóma Sóleyjar
Sóley Tómasdóttir, fordómaspúandi femínistinn náði í fyrradag að opinbera sig enn einu sinni.
Með nokkrum setningum tókst henni að varpa ljósi á eigin fordóma og vanþekkingu á alþjóðamálum. I bloggi sem hún nefnir "Áhrif rótanna" segir hún:
Eða er hægt að segja að Obama sé hryðjuverkamaður vegna tengsla sinna við Kenýa? -Af því hann hefur farið í föt sem hugsanlega svipar til klæðnaðar Osama bin Laden? -Sem kemur frá Afganistan muniði?
Djöfull er Kaninn klikkaður!
Lokasetning hennar opinberar fordóma hennar til þjóðarinnar sem er að gera sig líklega til að kjósa þennan hálf kenýska mann sem forseta. Við því er bara hægt að segja: Djöfull er Sóley klikkuð!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Um skipan dómara
Spegillinn í dag kemst að merkilegri niðurstöðu í umfjöllun sinni um skipan dómara. Þar var kynnt ítrekað að vandinn við skipan dómara er ekki aðferðin heldur ráðherrann. Að orðið hafi trúnaðarbrestur milli ráðherra og lögmannastéttarinnar vegna umdeildra skipanna dómsmálaráðherra.
Daginn fyrir kosningarnar í fyrra skrifaði ég pistil um umdeildar embættisveitingar dómsmálaráðherra. Þar kom fram að embættisveitingar dómsmálaráðherra hafa alls ekki verið umdeildar, utan einnar.
Málið er að lögmannastéttina svíður að fá ekki að ráða. Svo einfalt er það, í raun kom Hrafn Bragason upp um sig með athugasemdum sínum. Hann sagði ef ráðherra færi alltaf að vilja hæstaréttar væri ekkert vandamál.
Ef við fáum að ráða þá verðum við ánægð annars förum við í fýlu.
Það mætti halda að Hrafn sé genginn í barndóm, þegar maður hlustar á þessi leikskólarök.
Svo rímar það ekki alveg að gagnrýna að sjálfstæðismenn hafi skipað alla dómara og því séu pólitísk áhrif þeirra svo mikil, en um leið benda á þessa sömu óánægðu dómara sem fagaðila sem verði að hlusta á. Annaðhvort er þetta óalandi pólitískt skipað lið eða fagaðilar og réttmætar skipanir. Það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Rógsherferð hlutdrægra einstaklinga
Jóhannes Jónsson birti í Morgunblaðinu í dag grein þar sem hann leggur enn einu sinni af stað í stríð við fulltrúa almennings sem láta ekki að stjórn hans. Nú er það bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi sem vill ekki bukta sig og beygja fyrir mikilmenninu.
Greinin er reyndar ekki merkileg nema fyrir eitt, í umfjöllun um að íbúar Seltjarnarness hafi hafnað landfyllingu er að finna setninguna:
"Þá er ekki loku fyrir það skotið að rógsherferð hlutdrægra einstaklinga sem ráðist var í fyrir umræddar kosningar "
Hmm, hvar hef ég séð rógsherferð rétt fyrir kosningar... Minnir þetta ekki aðeins á grjótkast úr glerhúsi.
Lykillinn að málinu liggur hins vegar í þessari setningu:
Bæjaryfirvöld buðu Högum á sínum tíma að kaupa á markaðsverði land undir verslun fyrir Bónus á Hrólfsskálamel. Eins og Íslendingar vita eru verslanir Bónuss þannig reknar að álagningu og allri umgjörð er haldið í algjöru lágmarki og augljóst að verslunin myndi aldrei standa undir slíkri fjárfestingu á þeim eftirsótta og dýra stað.
Kvörtun Jóhannesar er semsagt sú að þeim bauðst að kaupa land á verði sem aðrir hefðu borgað en það þóknast honum ekki.
Hvers vegna eiga Seltirningar að niðurgreiða fyrir hann landið? Er það ekki fjandi mikil tilætlunarsemi?
Er þetta í raun ekki dæmigert fyrir Jóa í Bónus, honum finnst það eðlilegt að aðrir beri kostnað af hans viðskiptum og hagnaði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Framtíðin er frá Japan
Fjölskyldan fór inn til DC sl. sunnudag til að líta á Japanssýningu í Kennedy Center. sýningin var skemmtileg og þar voru róbotar frá Honda og Toyota til sýnis. Vélmenni Honda, Asimo var magnað þar sem það hljóp, labbaði upp og niður tröppur og lék allskyns listir.
Ég varð fyrir n.k. hugljómun þar sem ég hélt á Karitas svo hún gæti séð. Hún starði í andagt á vélmennið, ég horfði á hana. Hvernig verður heimur hennar eftir 33 ár? Hún er þegar orðin nokkuð tölvulæs og horfir á vélmenni athafna sig 4 ára. Þegar ég var 4 ára þekktust einkatölvur ekki, Rúv var í svarthvítu og beinar útsendingar voru færri skynsamar ákvarðanir fyrrverandi borgarstjóra.
Eftir þessi 33 ár þegar ég verð orðið löggilt gamalmenni og Karitas komin á minn aldur, munu vélmenni sækja lyfin mín og passa að ég gleymi ekki að taka þau? Mun ég þurfa að forrita það til að blanda fyrir mig almennilegan Martini? Mun einhver ábyrgur fjölskyldumeðlimur geta yfirskrifað mínar skipanir til að bjarga lifrinni?
Miðað við þróun í tölvum og tækjum síðustu ár, er ekkert ólíklegt að rafknúnir aðstoðarmenn hjálpi fólki í náinni framtíð. Magnað.

Þetta er svo hann Asimo
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)