Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Forsetatilræðaspurning
Vegna frétta af fyrirhuguðu tilræði við Obama þá má spyrja einnar forsetatrivia spurningar.
Hve margir forsetar hafa verið myrtir, hverjir eru þeir og úr hvaða flokki?
B spurning. Hvor flokkurinn hefur mátt þola fleiri alvöru tilræði?
(vísb. Maður sem stendur fyrir utan girðingu og skýtur í átt að Hvíta húsinu er ekki alvöru tilræði)
ATH.
Þessi spurningar eru líklega ekki gúgel heldar.
Grunaðir um að hafa viljað myrða Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
DC-Chicago-DC
Við renndum til Obamalands í síðustu viku, útlagafjölskyldan. Vegalengdin sem við keyrðum á 6 dögum samsvarar hringinn í kringum landið tvisvar sinnum og svo áfram frá Reykjavík til Stöðvarfjarðar norðurleiðina um Egilsstaði, 3416 km.
Mér væri slétt sama þótt ég þyrfti ekki að stíga upp í bíla í margar vikur.
Það eru 17 ár síðan ég síðast var í Chicago, borgin hefur tekið stakkaskiptum. Þar munar einna mest um Millennium Park sem er gerður með nokkrum skemmtilegustu listaverkum sem ég hef séð.
hér er mynd sem ég smellti með símanum af Crown Fountain eftir Jaume Plensa. Þetta er helmingur verksins, hinn er eins og stendur gagnstætt. Á heitum sumardegi er verkið notað, svo um munar.
Garðurinn fór auðvitað lang, langt fram úr kostnaðaráætlunum. Það verður að segja þeim þó til hróss að borgin fékk mörg stórfyrirtæki og auðmenn til að fjármagna stóran hluta framkvæmdana.
Borgin hefur breytt ásýnd sinni og mun búa að því lengi. Gallinn er að borgarbúar munu líka vera lengi að borga fyrir herlegheitin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Tónlist.is, aðrar búðir og Sus
Framtak formanns Sus að kvarta yfir Itunes einokuninni er eitt það besta sem komið hefur úr þeim ranni lengi.
En þótt Itunes sé með mikla markaðshlutdeild þá er hún ekki eina búðin á netinu.
Hér má sjá lista yfir tónlistarbúðir á netinu og samanburð á þjónustu þeirra. Þessi list er alls ekki tæmandi, tónlist.is er td. ekki á honum.
Þótt flestar búðir takmarki sig við sölu í Bandaríkjunum er hægt að finna búðir eins og emusic og Pay play sem selja óhindrað yfir höf og sléttur. Þá síðarnefndu hef ég ekki reynt en sú fyrrnefnda er til fyrirmyndar. Maður finnur að vísu ekki Britney þar en allskonar góðgæti á góðu verði.
Tónlist.is er óheyrilega dýr, ég nýt þess að búa hér vestra þar sem ég fæ ódýrari tónlist í meiri gæðum. Sjá til dæmis:
á Tónlist.is kostar Sigurrós diskurinn 1399 kr. í niðurhali - gæði 192 kbps
AmazonMP3 kostar diskurinn 650 kr ($8) í niðurhali - gæði 256 kbps að meðaltali
Rhapsody MP3 búðinni kostar diskurinn 810 kr ($10) gæði 256 kbps
(Ég myndi kannski versla við tónlist.is ef ég hefði einhverja trú á því að eitthvað hlutfall rataði til höfunda og flytjenda, en allir vita að svo er ekki)
Reyndar væri gaman ef einhver lesandi tæki sig til og prófaði að kaupa tónlist hjá Amazon eða Rhapsody og athugaði hvað hann/hún kæmist langt með það.
Ég er ekki að hvetja til lögbrota hér, er það nokkuð? Hefur Smáís lögsögu á síðunni?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Aðeins of seinir
Þessi snilldarhugmynd að allar hæðir byggingar geta haft þakglugga er líklega aðeins of sein á ferðinni. Það er ekki bara á Íslandi sem partýið er búið heldur um allan heim.
Þeir hjá SkyFactory bjóða líka upp á Virtual Windows þannig að allir geti fengið vinnustöð með glugga.
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Firefox dagurinn
Það eru ekki bara Íslendingar sem halda daginn hátíðlega. Nördar heimsins fagna líka því í dag kemur langþráð uppfærsla á Firefox vafranum - Firefox 3.
Tæpar tvær milljónir manna hafa heitið því að sækja vafrann á sólarhringstímabili eftir útgáfuna, þar af 1400 íslenskir nördar. Markmiðið er að slá heimsmet í niðurhali.
Hér er hægt að sjá dreifingu heitstrenginganna um allan heim.
Ég hef verið með beta útgáfu og svo RC (Realease Candidate) í notkun lengi. Þetta er fjandi fínt tól. Líklega sneggsti vafri sem ég hef notað.
Gakktu í Firefox liðið hér... (eftir kl. 17.00 17 júní 2008)
ATH bíddu þar til að þú sérð að hægt sé að sækja Firefox 3
10 ástæður fyrir því að sækja og nota Firefox 3 skvt. TGdaily
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)