Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Sisters are doin' it for themselves
Hvað er hægt að segja þetta er lag dagsins og helgarinnar. Búinn að vera með lagið á heilanum.
Sisters are doin' it for themselves
Standin' on their own two feet
And ringin' on their own bells
Sisters are doin' it for themselves
Sisters are doin' it for themselves
Kannski er það bara vegna þess að litlu prinsessurnar mínar, systurnar voru í aðalhlutverki um helgina, kannski ekki.
Þegar ég fékk hönd konu minnar, lofaði ég páfanum sálum barna minna í skiptum. Mér fannst það fín skipti þá og hef ekki enn fengið ástæðu til að efast. Seremóníurnar eru aðrar og umgjörðin er öll fallegri.
Reynar hef ég sagt að þær megi verða kaþólikkar svo lengi sem þær verða ekki kommúnistar* eða KR-ingar.
*Þeir sem eru meira en einu staðalfráviki til vinstri miðað við mig.
Laugardagur, 18. nóvember 2006
er ekki eitthvað kómískt...
við það að hlusta á Trausta Valsson tala um yfirvofandi hlýnun heimsins í Speglinum á einum kaldasta degi í manna minnum.
Reyndar var það sagt í kynningu að hitastig gæti hækkað um 12 gráður fram til ársins 2001. Var verið að endurnýta gamalt viðtal?
Það var reyndar soldið skrítið að hlusta á Trausta tala um að það sé varla líft um miðbik jarðar fyrir gróður eða skepnur. Er einhver búinn að láta þá í auðnum Indónesíu vita? Regnskógurin í Kongó á líklega bara eftir að heyra fréttirnar svo hann geti gefið upp öndina.
Svo er eitthvað óviðurkunnalegt að TV talar alltaf um þarna suðurfrá séu hlutirnir svona eða hinseginn, er hann að tala um Nýfundnaland eða Góðravonahöfða?
Svo segir hann að til verði tvö belti sem verði byggilegri, eitt norðurbelti og annað suðurbelti sambærilegt. norðurbeltið nái yfir norðu Kanada og ísland og Síberíu. Suðurbeltið verður þá aðallega á Eldlandi og svo munum við sjá uppsveiflu á Falklandseyjum.
Trausti bætir svo í og segir að fólk sé svo fljótt að gleyma, tjörnin hafi frosið í september-október þegar hann var krakki og hann hafi hafið skipulagsferilinn með bygginu snjóborga. Trausti er fæddur 1946 og samkvæmt gögnum veðurstofunnar var hitastig fyrstu 14 ár ævi Trausta 1/2 til 1 gráðu hlýrra en það næstu 15 ára á eftir og 1/2 gráðu hlýrra en það var um árið 2000. Mér finnst líklegra að það hafi frekar eitthvað annað frosið en tjörnin í september á þessum árum.
Trausti er að selja bók, hún selst betur ef hún er um heimsenda en sannleikann að Trausti hefur ekki hugmynd um hvað muni gerast og öll bókin er spekúlasjón. Í stað þess að nefna bókina ""How the World will Change - with Global Warming" þá hefði Trausti átt að nefna hana "How the World will Change - in my mind"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2006 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Innkomu dagsins...
átti þriggja ára dóttir mín þegar hún ropaði í beinni útsendingu síðdegisútvarpsins.
mistök dagsins á ég fyrir að hafa ekki kennt Páli Ásgeiri um hljóðin.
Það er hægt að hlusta hér. Atburðurinn á sér stað á 10. mínútu og 3. sekúndu, stuttu síðar heyrist hún ítreka beiðni um klósettferð, þetta er krúttlegasta útvarp sem ég hef heyrt, þó ég segi sjálfur frá.
Annars undirstikar þetta að maður á ekki að taka með sér börn í læf útsendingu.
Bloggar | Breytt 18.11.2006 kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Skipta orð máli?
Á síðasta krummafundi var ofangreind spurning rædd stuttlega eftir spjall Eiríks Guðmundssonar um bók hans Undir Himninum.
Í því samhengi held ég að Árni Johns sé að reyna það á eigin skinni að orðin "tæknileg" og "mistök" skipta máli, sérstaklega saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Fyrsta flopp Pelosi
Það var meiriháttar flopp og veikleikamerki fyrir hinn nýja forseta fulltrúadeildarinnar að hennar frambjóðandi féll í kosningunum um "þingflokksformann" demókrata. Murtha er reyndar einn af verstu þingmönnum fulltrúadeildarinnar áður en hann hóf fána stríðsandstöðunnar á loft þá var það mál manna að hann væri á útleið, spilltur og óvinsæll. Hann hefur verið kallaður einn spilltasti þingmaðurinn í fulltrúadeildinni og var fyrir aldrafjórðungi "böstaður" fyrir spillingu í FBI aðgerð en slapp á "tæknilegum mistökum".
Skilgreining moggans á stöðu Murtha er ruglandi bull, mogginn segir:
Hann nýtur þó lítillar hylli meðal frjálslyndra demókrata vegna andstöðu hans við fóstureyðingar, reglur um byssueign og breytingar á siðareglum fulltrúadeildarinnar.
Helstu stuðningsmenn Murtha eru Nancy Pelosi, æðstiprestur "frjálslyndra demókrata" og svo "anti-war" hópurinn. Sú grúpppa er einna lengst til vinstri í demókrataflokknum. Vandinn er að demórkrataflokkurinn eins og repúblíkanar er ekki tvívíður heldur samsettur af mjög mörgum hópum sem hver um sig hefur sín stefnumál.
Gasprarar segja stundum að íslenskir hægri menn teldust lengst til vinstri í amerískum stjórnmálum. Það er della. í demókrataflokknum er að finna áhrifamikið fólk sem samkvæmt íslenskum stöðlum eru bara venjulegir vinstri menn sem þrá ekkert frekar en dýra og óskilvirka ríkisvæðingu allra mála.
Það er ekki hægt að bera saman stjórnmál þar og hér nema maður einangri mál eins og fóstueyðingar, dauðarefsingar og trú, allt mál sem eru hluti af bandarískri menningu. Ef menn bera saman önnur mál, þá sjá menn að vestra seilast menn enn lengra til vinstri en hér. ríkisvæðing mála er gríðarleg. Á vegaáætlun síðasta árs voru viðhengd 6.400 mál sem kostuðu skattgreiðendur 24 þúsund milljónir bandaríkjadollara. (Hlutfallslega ekki nema 24 milljónir í gæluverkefni hér, en samt sem áður gríðarlegir fjármunir.)
Ég tel reyndar að mjög stór þáttur í ósigri repúblíkana í síðustu viku hafi verið vegna þess að þeir voru búnir að glata trúverðugleika sínum. John Mcain sagði í ræðu í gærkvöldi:
Americans had elected us to change government, and they rejected us because they believed government had changed us. ...
Það eru margar kannanir sem styðja þessa skoðun, verulega stór hópur reglulegra kjósenda repúblikana sat heima á kjördag. Þolinmæði þeirra gagnvart stjórnamálamönnum sem segja eitt og gera svo annað þegar að kötlunum er komið var þrotin.
Hér heima kemst stjórnmálaflokkur kannski einu sinni upp með það að segjast ætla að lækka skatta í kosningum en leggja svo til skattahækkun 6 mánuðum fyrir næstu kosningar. Kannski einu sinni, það veltur svolítið á því hvort stjórnarandstaðan sé trúverðug, sem hún er ekki þessa stundina. Ef þessi sami stjórnmálaflokkurin setur svo spillta stjórnmálamann í framboð og treður fjölskyldumeðlimum á lista, þá veit ekki á gott. Það er uppskrift að vondum vetri og verra vori.
![]() |
Keppinautur Nancy Pelosi kjörinn þingflokksformaður demókrata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)