Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Föstudagur, 18. apríl 2008
Þeir bestu koma úr Val
Það er skemmtilegt að sjá að í hópi tíu bestu knattspyrnumanna Íslands skvt. Vísi eru 3 sem aldir voru upp hjá félaginu og svo Eiður sem á val að uppeldisklúbb en ef ég man rétt þá var hann hjá ÍR til 14 ára aldurs.
Ef menn skoða frá hvaða félögum þeir fóru í atvinnumennsku fyrir utan Ríkharð sem spilaði heima allan sinn ferill þá er dæmið svona:
Albert Guðmundsson Valur
Arnór Guðjohnsen Víkingur R.
Atli Eðvaldsson Valur
Ásgeir Sigurvinsson ÍBV
Eiður Smári Guðjohnsen Valur
Guðni Bergsson Valur
Pétur Pétursson ÍA
Rúnar Kristinsson KR
Sigurður Jónsson ÍA
Ríkharður Jónsson ÍA
Skagamenn eru sterkir í hópnum með 3 og miðað við mannfjölda uppá skaga þá er ótrúlegt hvað þeir hafa framleitt af góðum knattspyrnumönnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
"Stjörnublaðamaður" sækir um
Það vakti athygli mína að "stjörnublaðamaðurinn" Sigríður Dögg Auðunsdóttir sækir um stöðu upplýsingafulltrúa Ísafjarðar skv. frétt BB.is.
Er málið þá ekki leyst? Getur bærinn gengið framhjá drottningu íslenskrar rannsóknarblaðamennsku? Hún er nú verðlaunahafi og því fyrirmynd annarra. Er það ekki?
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Líf og dauði á mynd
The Guardian fjallar í dag um ljósmyndasýningu þýska ljósmyndarans Walter Schels sem opnar í London í næstu viku. Sýningin er myndir af 24 einstaklingum fyrir og eftir dauðann, aldur fyrirsætanna er frá 17 mánuðum til 83 ára. Á vefnum eru birtar myndir af 11 manns, fyrir og eftir og brot úr sögu þeirra.
Þetta er ekki einhver huglæg nekrófílía heldur ótrúlega sterkar myndir láta mann ekki ósnortinn.
"Of course we got to know these people because we visited them in the hospices and we talked about our project, and they talked to us about their lives and about how they felt about dying," explains Lakotta. "And what we realised was how alone they almost always were. They had friends and relatives, but those friends and relatives were increasingly distant from them because they were refusing to engage with the reality of the situation. So they'd come in and visit, but they'd talk about how their loved one would soon be feeling better, or how they'd be home soon, or how they'd be back at work in no time. And the dying people were saying to us that this made them feel not only isolated, but also hurt. They felt they were unconnected to the people they most wanted to feel close to, because these people refused to acknowledge the fact that they were dying, and that the end was near."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)