Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Maðurinn sem saumaði varirnar á sér saman
Juan Carlos Herrera Acosta var dæmdur í 20 ára fangelsi af héraðsdómstóli í Guantanamo á Kúbu í mars 2003 m.a. fyrir að "grafa undan sjálfstæði þjóðarinnar", í raun var sök hans að vera sjálfstæður blaðamaður. Síðastliðinn desember saumaði hann varirnar á sér saman í hungurverkfalli til að mótmæla aðbúnaði sínum. Það var í þriðja sinn á því ári sem hann saumaði saman á sér varirnar.
Stjórnvöldum er sérstaklega í nöp við Herrera Acosta, sagt er að aðrir fangar fái aukin fríðindi fyrir að leggja hann í einelti, hann fær ekki læknisþjónustu né eru lágmarksréttindi fanga virt.
13. ágúst í fyrra birti Morgunblaðið langa grein um Fidel Castro á áttræðisafmæli "El Comandante", eins og hann var gjarnan nefndur í greininni. Í engu var vikið að ofsóknum á hendur almenningi eða blaðamönnum í greininni, hinsvegar var tekið viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur sem hafði hitt Castro þegar hún bjó á Kúbu og var fréttaritari Þjóðviljans. Hún varð víst ekki vör við skoðanakúgun þegar hún bjó þar.
Svo mörg voru orð blaðamannsins um skoðanakúgun og ofsóknir á heldur kollegum hans á Kúbu, landsins sem talið er vera 4. versta landið í heiminum fyrir blaðamenn að starfa, hin eru Norður-Kórea, Túrkmenistan og Eritrea.
Er það furða að stundum hvarfli að manni að ritstjórn Moggans sé gengin í björg sósíalismans?
Það má finna umfjöllun um Herrera Acosta á vef Blaðamanna án landamæra (Reporters sans frontieres)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2019 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Síminn í Ameríku
Við vorum loksins að fá okkur amerískt farsímanúmer. Það er nokkuð gaman að versla símnúmer hér, stærsti ókosturinn er sá að eftirágreiddir símar krefjast 2 ára binditíma. Stærsti kosturinn er að þegar maður hringir innan kerfis þá er það frítt og fyrir 60 dollara er hægt að tala við alla aðra í 15 klst(900 mín). á mánuði (og ónýttar mínútur flytjast milli mánaða og það eru til ódýrari dílar) . Þetta er svipað og Betri leið Símans nema miklu miklu ódýrara. Ofan á þetta er boðið upp á mikið af allskonar margmiðlunar efni sem getur verið skemmtilegt að leika sér með.
Við völdum ekkert af þessu því við gátum ekki fengið áskriftarleið án amerísks ökuskírteinis og við erum bara ekki búin að verða okkur úti um slík skírteini. Því völdum við að byrja á nokkursskonar frelsissíma, þ.e. fyrirfram greiddum síma. Frelsissímar eins og heima sem bjóða upp á nafnlausar ofsóknir, þekkjast ekki. Við urðum auðvitað að gefa upp nafn og heimilisfang til að geta keypt svona símkort. Hér hafa menn nefnilega áttað sig á því að ef einhver vill tala nanflaust þá getur hann slökkt á númerabirtingu en ef viðkomandi ætlar að brjóta lög þá á sá hinn sama það á hættu að lögreglan kalli eftir upplýsingum um hann frá símafyrirtækinu.
Stærsti gallinn var svo að komast að því að skrambans síminn minn er læstur frá Símanum og því þurftum við að kapa 20$ síma í Wal-Mart til að brúa bilið. Þegar við erum komin með amerísk teini þá getum við farið að kaupa skemmtilegar græjur sem skemmta tækjanördinum í mér, kannski Iphone?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Verslun í Ameríku
Matvöruverslanir hér í Ameríku er stórkostlegar, úrvalið er svo miklu, miklu meira en heima að það er hreint ótrúlegt. Sem dæmi má nefna að ég gat valið úr 10-15 mismunandi tegundum af eplasafa þegar ég var að versla fyrir eldri dótturina, það var venjulegur eplasafi, ófilteraður, lífrænn os.frv. og svo nokkrir mismunandi framleiðendur. Það skiptir ekki hvar mann ber niður úrvalið er alltaf meira, hvort sem eru bleiur, kalkúnn, tegundir grænmetis eða hvaðeina, meira að segja sjávarfangsborðið hefur meira úrval en flestar fiskbúðir heima.
Það er ekki eins og við séum stödd í milljóna borg við erum enn hjá teingdó á Hilton Head eyju syðst í Suður Karólínu. Hér á eyjunni eru líklega 50 þúsund manns á hverjum tíma, 35 þúsund íbúar og 15-20 þúsund gestir. Samt eru hér bara á eyjunni 10 matvöruverslanir hver um sig stærri en Hagkaup í kringunni flestar á stærð við búðina í Smáralind. Eyjan er 100 ferkílómetrar, uppi á landi er mikið verslanaflæmi, ætli að þar séu ekki 5-7 markaðir til viðbótar og allar aðrar verslanir s.s. föt, húsgögn o.þ.h.
Um leið og maður labbar inn í eina af þessum verslunum þá áttar maður sig á því hvað það er mikil fákeppni og í raun einokun á Íslandi. Ég er á eyju sem er lítið eitt stærri en Kópavogur og hér eru 10 stórar matvöruverslanir fleiri en á öllu höfuðborgarsvæðinu og hver og ein er með meira úrval en stærsta verslunin og lægra verð en sú ódýrasta.
Það er verið að grínast með okkur, fyrir tæpum 300 árum buðu Hörmangarar upp á maðkétið mjöl og okruðu á því. Núna bjóða Baugur og Kaupás upp á ekki upp á skemmda vöru en okrið er enn til staðar.
Föstudagur, 23. mars 2007
Heimilslaus ei meir.
Að öllum líkindum eru húsnæðismál leyst með litlu raðhúsi í Oakton í Virginíu. Daginn eftir að ég póstaði síðasta blog þá fengum við póst frá eiganda þess húss sem við skoðum í síðustu viku en fannst of dýrt, hún var til í að lækka sig. Unnusta hennar hafði litist svo vel á okkur, líklega því ég hafði mig mjög lítið frammi og eftirlét eiginkonunni samskiptin við hann, að þau voru tilbúin til að lækka leiguna. Snilld, ég á líklega að láta mér þetta að kenningu verða og láta hana sjá um öll mannleg samkipti fyrir okkar hönd.
Oakton er betra hverfi en Springfield, meðaltekjur hærri og það er meira kósi. Við síðsta blog þá kom inn athugasemd þar sem birt var úr Wikipedia að Springfield væri eitt síðasta virki Repúblikana í norður Virginíu og þegar ég fór bera saman meðaltekjur Oakton og Springfiled þá eru þær mun lægri í Springfield. Það nefnilega þannig að ríka liðið sem býr í úthverfum DC er nánast allt saman demókratar.
Það er bullandi mýta að ríkir styðji repúblikana og fátækir demókrata. Mesti og besti stuðningur við demókrata kemur frá ofurríka liðinu. Þrír menn borguðu t.d. yfir 100 milljónir dollara í kosningabaráttu gegn Bush við síðiustu kosningar, ekki fyrir Kerry því það má ekki samkvæmt lögum um fjárframlög til stjórnmálaflokkar. Það eru hinsvegar engin takmörk fyrir því hvað má eyða til að auglýsa gegn einhverjum, takmörkin eru bara á því hvaða má eyða til að hvetja einhver til að kjósa einhvern. Rétt eins og á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Heimilislaus í Ameríku
Eftir á að hyggja þá er það auðvitað rugl að fara til Bandaríkjanna án atvinnu og húsnæðis með tvö börn. Ég held að ég hafi náð að smita konuna mína af þessari geðveikislegu íslensku bjartsýni, þetta reddast bjartsýnin sem hrjáir Íslendinga og bjargar þeim. Allavega við erum komin og leitum okkur að íbúð, mér sýnist að við endum í bæ sem ber nafn ameríska meðalbæjarins, Springfield.
Matt Groening skapari Simpson fjölskyldunar valdi nafnið Springfield á bæ fjölskyldunnar því bæjarnafnið er til í flest öllum ríkjum Bandaríkjanna og yfirleitt alltaf sem lítill bær, því er Springfield dænmigerðasta bæjarnafnið. Til viðbótar þá er Springfield höfuðborg Illinois sem er symbólísk miðja Bandaríkjanna. Því leggst Spingfield vel í mig, ef við endum annarsstaðat þá er það líka allt í lagi aðalmálið er að við finnum íbúð á góðu verði í þokkalegu hverfi.
Tvennt bjargar okkur í heimilsleysinu, vinir og teingdó. Við erum nú í góðu yfirlæti hjá teingdó að sleikja sárin eftir fyrstu umferð íbúðarleitar, það var fínt að koma niður til Suður-Karólínu þótt það hafið tekið 9 tíma skreppitúr niðureftir austurströndinni. Á meðan maður les um storm á Íslandi hrjáir okkur skortur á sumarklæðum, það hefur ekki farið mikið fyrir léttum sumarkjólum í fataskáp dætranna eða stuttbuxum í mínum. Þetta er fínt núna en í sumar þegar hitinn fer í tæpar 40 gráður og rakastigið nálgast 90% þá stirðnar brosið og ég fer að þrá íslenskt rigningarsumar.
Það er svo margt sem gengur á bæði hér og heima, Sjálfstæðisflokkurinn, sameiningarflokkur alþýðu virðist hafa tekið við stjórn borgarinnar amk í menntamálum. Næst koma líklega tillögur um skólaskyldu við 12 mánaða aldur í sérstökum vöggustofum borgarinnar.
Það verður ekki stórt stökk að starfa með villta vinstrinu eftir kosningarnar í vor.
Það er löngu kominn tími til að sumir stjórnmálamenn spyrji sig til hvers þeir eru í pólitík. Reyndar er löngu komin tími til að sumir stjórnmálaflokkar spyrji sig hvert erindi þeirra er. Svo skal böl bæta er ekki réttmæt svar.
PS.
Svarar þetta ekki sér sjálft?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Yndisleg Ást
Lokakvöldinu okkar á landinu eyddum við á frumsýningu söngleiksins Ást og hvílík snilld. Ég hef ekki verið eins upprifinn af leiksýningu, bíó eða nokkru viðlíka í langan tíma. Þetta stykki er ofboðslega skemmtilegt, salurinn hló, grét og söng. Þetta er ekki djúpt leikrit en það er bara svo skemmtilegt. Leikararnir eru auðvitað klassík Magnús Ólafsson, Kristbjörg og Hanna María Karsldóttir voru öll frábær. Theódór Júlíusson var stórskemmtilegur og Ómar var frábær allt þar til undir lokin. Tónlistin er dægurlög frá öllum tímum íslensk og erlend, allt frá Stones, til Megasar, frá Bubba til Verve til þess að að heyra Skapta Ólafsson syngja Allt á floti allstaðar.
Fyrir mér var hápuntkurinn þegar Theódór söng Verve lagið The Drugs Don't Work, lag sem ég hlustaði á ca. 600 sinnum sumarið og haustið 1997. 70% gesta var að heyra lagið í fyrsta skipti þannig að ég held að aðrir eigi sér sitt móment. Við skemmtum okkur konunglega, þetta er sætt, sorlegt og skemmtileg leikverk og ég hef satt að segja ekki eytt 2 tímum betur um langa hríð.
á morgun sunnudag hefst svo ferðalagið...
Menning og listir | Breytt 12.3.2007 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Heyrst hefur...
nöldurhorn Blaðsins hefur átt nokkra "góða" spretti undanfarið. Fyrr í vikunni var því haldið fram að Skallagrímur þyrti að reka Sóley Tómasdóttur úr VG vegna frammistöðu hennar í Silfrinu sl.sunnudag eða gefast upp á feminisimanum.
í morgun trúir dálkurinn því að það veki eftirtekt að ekki er boðið upp á neitt asískt tungumál á vefsvæðinu www.island.is því hér á landi munu búa um 1300 manns frá Taílandi og Filippseyjum. Af hverju það eigi að vekja eftirtekt að er ekki auðskilið því eins og allir vita þá enska er annað opinberra tungumála Filppseyja. Þar fyrir utan þá er nett kynþáttahyggja í þessu nöldri Blaðisins. Það spyr af hverju er ekki boðið upp á asískt tungumál fyrir asíubúana og nefnir svo tvö lönd hvers tungumál eru all óskyld. Þetta er eins og einhver myndi segja af hverju er ekki boðið upp á evrópskt mál fyrir evrópubúana, það eru svo margir Íslendingar og Ungverjar á svæðinu!
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Borgaralandið kallar
Meginþorri búslóðarinnar er kominn á hafnarbakkann, það sem fylgir út. Merkilegt að sjá flest allar veraldlegar eigur á 3 brettum vafðar í plast. Borgaralandið kallar á sunnudag.
Sly á hug minn núna á meðan beðið er eftir brottför.
You see it's in the blood
Both kids are good to Mom
'Blood's thicker than mud'
It's a family affair, it's a family affair
Annars er gott að sjá að Vaka ætlar að ná vopnum sínum.
Sunnudagur, 4. mars 2007
Er að flytja
Raunheimaflutningar standa yfir þessa dagana og því verður líklega lítið blogað. Sjáum hvort blogbakterían taki ekki við sér þegar veraldlegar eignir eru komnar á hafnarbakkann.
Hasta pronto
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Til hamingju Ísland!
Þú ert skrefi nær frelsinu.
1. mars er góður dagur. 1989 fengum við bjórinn, 2007 urðu skattar á mat og nokkrar aðrar vörur eðlilegir. Við ættum að gera daginn að frídegi og kalla hann frelsisdaginn. Stjórnmálamenn yrðu skuldbundnir til að færa almenningi nýtt frelsi árlega.
Nú þarf að láta kné fylgja kviði og halda áfram með skattalækkanir, láta vínið fylgja og taka því bara að ríkissjóður verði af tekjum. Einu sinni var hægt að hækka áfengisskatta, fara gegnum 3 umræður í þingi og birta lagabreytinguna stjórnartíðindum allt á 5 klukkustundum. Það hlýtur að vera hægt að lækka virðisauka á áfengi á skemmri tíma. Ég mana þig Árni!
Dagurinn í dag er merkilegur því núna erum við skattgreiðendur að fá eitthvað tilbaka. Þessi ríkisstjórn sem nú situr er ein merkilegasta sem setið hefur því hún er sú eina sem lækkað hefur álögur á almenning. Þótt varaformaður Samflykingarinnar segi eitt og annað af viti endrum og eins þá er Samfylkingunni sem flokki ekki treystandi því formaðurinn er bara gamaldags kommi sem finnst samkeppni almennt til ama.