Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

wokbarinn winnur

prófuðum Wok-bar Nings í Hagkaupum í Kringlunni dag, algjör winner. Ferskt og gott hráefni sem gerir góðan mat. Nings á það til að vera ekki með ferskasta grænmetið, við höfum tvisvar hætt í miðjum klíðum þar vegna ellimerkja á paprikum, það var ekkert þannig á Wok barnum. Ljómandi gott allt saman. 

 Alveg til fyrirmyndar að gúffa í sig asískt á meðan maður horfir á leik á HM á netinu.

Það eru tvær þjónustur www.viidoo.com og www.sopcast.com  á báðum þarf að ná í spilara og svo hafa vit á hvaða stöðvar maður velur. ESPN á þeirri fyrrnefndu og ESPN og MK sports á þeirri síðari. ég var bara að skoða sopcast í dag en það virkar mjög vel, jafnvel aðeins betur en fyrrnefnda, bara tvisvar eða þrisvar í öllum leiknum kom "lagg" sem er álika og digital Ísland skilar. Myndin er auðvitað ekki alveg jafn flott í "full screen" en þetta vs. 15 þús blóðkrónur til Draslbrúnar það er ekki spurning hvað maður velur.


Dagur grínar

Forsíða Blaðsins í dag er auðvitað bráðfyndin fyrir það hve óforskammaður Dagur BE er. Fyrirsögnin er:

Segir hættu á óafturkræfum skemmdum í hjarta borgarinnar 

Þarna er Dagur BE að tala um mislæg gatnamót við Kringlumýri og er nógu óforskammaður að benda á delluna sem var gerð við Hringbraut og hann sat yfir. Gerið ekki eins og ég gerði heldur eins og ég segi.  Það kemur svo lítið á óvart að það séu skilaboði frá Degi BE.


Þegar menn eru klikkaðir...

þá lesa menn fundargerðir borgarstjórnar.

Það var margt áhugavert sem gerðist þennan fyrsta fund nýja meirihlutans.  Eftir fundinn blés Dagur BE um að hallað sé á konur. Maðurinn sem felldi þriðju konuna í borgarstjórnarstólnum úr sæti sínu.

Það er eitt spaugilegt í ályktun  Dags, hann segir:

Og svo verður það fróðlegt að sjá hvort að eina konan sem slapp inn í stjórn fyrirtækis, Þorbjörg Helga hjá Strætó, verði gerð að stjórnarformanni þess fyrirtækis. Meirihlutinn hefur fært jafnréttisbaráttuna aftur um áratugi. 

 En í upplýsingum um téða stjórn á vef Reykjavíkur segir:

Formennska skiptist milli aðildarsveitarfélaganna.

Fráfarandi formaður er Anna Kristinsdóttir fulltrúi borgarinnar, er þá ekki ljóst að stjórnarformennskan fari til annars sveitarfélags? Ætli að Dagur blási um ójafnrétti ef Guðmundur Rúnar Árnason verður stjórnarformaður? Guðmundur er nefnilega karlmaður úr Hafnarfirði og er fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Strætó bs. 

Sjáum til.

Bíll óskast - brú til sölu!

Skrifaði grein á ihald.is undir ofangreindri fyrirsögn. Umfjöllunarefnið er kjánalegur samningur Sjálfstæðismanna við Björn Inga Hrafnsson. Greinin er hér: Bíll óskast - brú til sölu!

Hvar er vinstri sveiflan II?

Gerði ítarlegri samanrtekt á vinstir sveiflu dellunni og bað vini mína á íhald.is að birta.
Þar kemur enn betur í ljós að þessi vinstri sveiflu hugmynd er fullkomið bull. Í því skyni má líka vísa til samantektar Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu - Hugað að þingkosningum Pdf-skjal 1.3MB

Gleðilega nýja Reykjavík

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband