Afmælisbarn gærdagsins

var vinur minn Halldór Karl Högnason, vinir hans og vandamenn höfðu sameinast í kvikindislegri hundsun á afmælinu en dagurinn endaði svo í óvæntri veisu. Allan daginn hafði greyið dóri reynt að fá fólk til að óska sér til hamingju við dræmar undirtektum. Meira að segja kærasta hans þóttist þurfa að fara að vinna um kvöldið þannig hann sá fram á einmannalegt kvöld. Honum sárnaði líka sérstaklega hve erfitt það var að draga hamingjuóskirnar út úr mér á MSN. Samtalið tók tæpar 10 mínútur.

16:36:58  Halldór: veistu hvaða dagur er í dag ?
16:37:41  fridjon: já, það er fimmtudagur
16:38:26  fridjon: veistu ekki hvaða dagur er?
16:38:46  Halldór: jú, ég veit það uppá hár.
16:39:09  fridjon: Það er nú gott
16:39:34  Halldór: einmitt.
16:41:53  Halldór: jæja, það er til skúffukaka hérna heima, ef ykkur langar í.
16:42:22  fridjon: noh, assgoti er það grand
16:42:42  fridjon: við erum með matarboð á morgun fyrir fjölskylduna
16:42:50  Halldór: aha
16:42:56  fridjon: erum að byrja að búa til dót í kvöld
16:43:04  fridjon: svo við klárum einhverntíma
16:43:25  Halldór: jæja, ég á afmæli í dag.
16:43:34  fridjon: hey, til hamingju

              

Hann varð svo ósköp glaður þegar hann kom heim í gærkvöldi og þar tóku 20-30 manns á móti honum með afmælissöng og partýstemningu.  

Þá áttaði hann sig á því að hann á illa innrætta vini og kærustu sem eru með kvikindislegan húmor, því við höfðum svo gaman af blekkingunni. Að draga hann niður bara til að skjóta honum upp eins og rakettu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Been there, done that... Það er skrítin tilfinning þegar ALLIR gleyma því að maður á afmæli. Einu sinni á ári er gaman að vera miðpunktur heimsins

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.12.2006 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband