Plexus Consulting

Moggin sagði frá störfum Plexus Consulting fyrir lýðveldið á forsíðu blaðsins í aðfangadagsblaðinu og Pétur "hux" Gunnarsson fjallaði um fréttina í færslu

Mér fannst við lestu greinarinnar í mbl eins og það væri verið að gera starf Plexus tortryggilegt. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort þetta sé ekki kjörin leið til að vinna að hagsmunum lands og þjóðar. Hver ætli að sé kostnaður við sendiráðsstarfmann? Með launum, kostnaði uppbótum og tilheyrandi þá er hann ábyggilega hátt í milljón á mánuði ef ekki meira. Ef við erum ekki ánægð þá er minna mál að segja upp þessari þjónustu en ríkisstarfsmanninum. 

Ég hef heimsótt Plexus Consulting, fór þangað fyrir nokkrum árum með vini mínum þegar við vorum á ferð í DC. við vorum að dunda okkur við að skoða hin ýmsu pólitísku fyrirbæri sem nóg er af í DC.

Þessi félagi minn var í nokkuð miklum samskiptum við Jón Hákon Magnússon  og við heimsóttum Plexus fyrir hans milligöngu. Fyrirtækið kom mér fyrir sjónir sem ákaflega "pró" fyrirtæki þar sem menn voru að ná mjög vel utan um það sem þeir voru að gera. Ég get ekki sagt að sendiráðið hafi komið mér eins fyrir sjónir. Mér fannst það fámennt miðað við mikilvægi, varnarviðræður í sjónmáli en manni virtist enginn sérstakur viðbúnaður, þáverandi sendiherra kom mér fyrir sjónir sem gamaldags embættismaður  sem hafði meiri áhuga á hinum formlega þætti (les. boðunum og "minglinu") en að sýna frumkvæði til að tryggja hagsmuni lands og þjóðar. annað starfsólk sem ég hitti virkaði áhugasamt en ofhlaðið verkefnum.

Ég er viss um að annar bragur sé á málum nú þar vestra, en ég held að ráðstöfun sjávarútvegsráðuneytisins sé vænleg til árangurs.

Ég held reyndar að uppslátturinn á greininni um Plexus sé hluti af einelti sem sjávarútvegsráðherra  er lagður í af ákveðnu vinstri sinnuðu menningarriti

 

---------------------- 

Að lokum legg ég til að menn sleppi ýlum og handblysum alfarið nú um áramótin og styrki Harald Hannes í baráttunni við að ná heilsu. 

Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kannski þetta sé það sem við ættum að stefna meira að í framtíðinni, ráða bara einkaaðila í einstök verkefni í utanríkisþjónustunni og draga að sama skapi saman seglin í ríkisrekstrinum þar. Gallar ríkisreksturs eru vitaskuld varla minni í þessum geira en öðrum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.12.2006 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband