Föstudagur, 14. ágúst 2009
Hver er skaðinn af lekanum?
Hver er raunverulegur skaði af lekanum?
Það eina sem Steingrímur nefnir í viðtali við stuðningsmann sinn, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, á mbl.is er að þeir hefðu viljað stjórna umræðunni! Það er erfitt að sjá hvernig trúnaðarskjalið sem lak í gærkvöld skaðar hagsmuni Íslands meira en yfirlýsingar ráðamanna um að við verðum að borga fyrir Icesave. Þegar hlustað er á Steingrím er gott að hafa eftirfarandi í huga:
Steingrímur Joð sagði þingi og þjóð ósatt þegar hann sagði á miðvikudegi að engin sátt í Icesave væri í sjónmáli, næsta föstudag var skrifað undir.
Hvað hafa mörg skjöl komið fram alveg óvart, eftir að öll skjöl Icesave-málsins hafa átt að vera fram komin?
Þessi stormur í fingurbjörg er allur hugarsmíð fréttastofu Rúv sem gengur hart fram við að verja ríkisstjórnina.
Þeim hefur tekist að snúa umræðunni frá fáránlegum fyrirvörum yfir í eitthvað allt annað!
Smjörklípa, hvað?
Loksins erum við sannarlega með RÍKIS-fréttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.