Laugardagur, 29. apríl 2006
Múzík leiðindi
Það er einhvern veginn ekkert sem er skemmtilegt þessa dagana. síðan ég ofspilaði Arctic Monkeys í upphafi árs hefur ekkert kitlað gúrkuna. Ný Charlatans plata á komin en lagið sem ég heyrði á Rás2 fannst mér drepleiðinlegt. Keypti nýja Morrissey og svo eitthvað kalifornískt stelpurokk um daginn, The like. (myspace síða með tóndæmi) En ipoddinn situr enn í dokkunni í gluggakistunni og því ekkert hreyfir við honum. Nýja Neil Young platan er ekkert meiriháttar við fyrstu hlustun. Pólitíkin í henni hefur ekkert með það að gera, kannski þarf blasta það. Sjáum til. Kannski verður eiithvað vit í Muse disknum sem er á leiðinni, þó efast ég það. mig vantar gott rokk...
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 1.5.2006 kl. 11:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.