Fögnum skattalækkunum en...

Hvers vegna þarf blessað fjármálaráðuneytið alltaf að hegða sér eins og asnar þegar kemur að áfengismálum?

Ferðaþjónustan kvartar yfir háu verði á áfengi og þegar tækifæri er að leyfa því að lækka með þessum fyrirmyndar skattalækkunum þá þarf fjármálaráðuneytið endilega að hækka áfengisgjaldið á móti.

Það er allt gott við þessar lækkarnir en hvernsvegna þarf að varpa skugga á þær með þessum aðgerðum? Þetta minnir mig á eina aumustu stund Alþingis þegar frumvarp  um gjald af áfengi og tóbaki var lagt fram og tekið til 1. umræðu kl 18.08 vísað til nefndar kl. 18.53 tekið til 2. umræðu 20.58 og samþykkt sem breyting á lögum kl. 21.52. 

Flutningsmaður sagði í ræðu sinni

efni málsins er þannig að það þarf að hafa hraðar hendur við að afgreiða það í þingsölum eins og allir þingmenn þekkja.

Hækkunin nam 7% sem var um 100kr á flösku af sterku áfengi en ekki var hreyft við veikari drykkjum.  Þingheimur sem allur tók þátt í þessari dellu var sannfærður um að fólk myndi streyma í Ríkið og hamstra vodka vegna 100 kr. hækkunar!

Þetta var árið 2004 en ekki 1950, það eru svona vinnubrögð sem eru þingmönnum til minnkunar, ég trúi því að Ögmundur sé sannfærður um það þurfi að hafa vit fyrir almenningi með þessum hætti en þegar sjálftæðismenn standa að svona rugli þá örvæntir maður. Vinnubrögðin eru þinginu til minnkunar því ekkert tækifæri er gefið til eðlilegrar umræðu um málið.

 

Stjórnmál eru ekki flókin, ef þú segist ætla að lækka skatta og stattu þá við orð þín, lækkaðu skatta og feldu ekki einhverjar smá hækkanir inni í málunum til að varpa skugga á þau. Stjórnmál snúast að stærstum hluta til um það að standa við orð sín, stór og smá. 

 

Árni fær annars risastóran plús í kladdann að fyrir að lækka virðisaukaskatt af þjónustu veikingahúsa úr 24,5% í 7%. Ég trúi að þetta geti orðið til að verða mikil lyftistöng fyrir veitinga- og kaffíhús og ekki verður vanþörf á eftir aðför heibrigðismafíunnar að þeim.

 


mbl.is Frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á matvörum lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Það fer eftir því hvort veitinga- og kaffihúsin lækki verðin. A.m.k með matvöruverslanir hér á landi þá ef heildsöluverð minnkar þá er litið á það sem aukinn hagnað fyrir verslanirnar en ekki okkur sem neytendur.Því miður þá er oft komið fram við okkur af stjórnmálamanna höndum eins og við séum öll óvitar sem færu að drekka romm eins og hann væri vatn ef hann kostaði nokkrum krónum minna.

Kristján Haukur Magnússon, 30.11.2006 kl. 06:18

2 identicon

Skv. frétt sem ég heyrði í morgun, kom fram að bjór og ódýr rauðvín muni hækka um allt að 17%!!! Rauðvín sem áður kostaði 1000kr mun nú kosta 1.170kr. Kippa af bjór sem áður kostaði 1.200kr mun nú kosta rúmlega 1.400kr.

Mér finnst þetta svo ótrúlegt að ég á erfitt með að lýsa reiði minni. Ég er mikill vínáhugamaður, er t.d. áskrifandi að nokkrum erlendum víntímaritum og finnst gaman að fara á vínsmakkanir, heimsækja vínhéruð erlendis osfrv. Hins vegar er meirihluti vína sem ég kaup í ódýrari kantinum (þau eru nú alveg nógu dýr fyrir!) og því mun þessi breyting koma sér illa fyrir mig, og vissulega flesta aðra sem leggja leið sína í ÁTVR.

Eftir því sem ég best veit, mun vín hins vegar lækka á matsölustöðum (því vsk þar lækkar úr 24.5% í 7%). Það er gott mál, og fínt fyrir ferðamenn sem eru alltaf að kvarta undan háu vínverði hér á landi. En hvað með okkur hin, hvað með okkur Íslendinga? Hvað fáum við annað en 17% hækkun á vínverði úr ÁTVR. Ég hélt að ríkisstjórnin ætlaði að lækka matarverð, það kom aldrei fram að það myndi hækka vínverð!!!

Mér finnst þetta með öllu óskilanlegt. Hver ber ábyrgð á þessari vitleysu?

frikki (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 15:30

3 identicon

Mér finnst þetta bara vera hin hefðbundna leið hjá stjórnvöldum til þess að blekkja almenning.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband