Fyrsta flopp Pelosi

Það var meiriháttar flopp og veikleikamerki fyrir hinn nýja forseta fulltrúadeildarinnar að hennar frambjóðandi féll í kosningunum um "þingflokksformann" demókrata. Murtha er reyndar einn af verstu þingmönnum fulltrúadeildarinnar áður en hann hóf fána stríðsandstöðunnar á loft þá var það mál manna að hann væri á útleið, spilltur og óvinsæll. Hann hefur verið kallaður einn spilltasti þingmaðurinn í fulltrúadeildinni og var fyrir aldrafjórðungi "böstaður" fyrir spillingu í FBI aðgerð en slapp á "tæknilegum mistökum".

Skilgreining moggans á stöðu Murtha er ruglandi bull, mogginn segir:

Hann nýtur þó lítillar hylli meðal frjálslyndra demókrata vegna andstöðu hans við fóstureyðingar, reglur um byssueign og breytingar á siðareglum fulltrúadeildarinnar.

Helstu stuðningsmenn Murtha eru Nancy Pelosi, æðstiprestur "frjálslyndra demókrata" og svo "anti-war" hópurinn. Sú grúpppa er einna lengst til vinstri í demókrataflokknum. Vandinn er að demórkrataflokkurinn eins og repúblíkanar er ekki tvívíður heldur samsettur af mjög mörgum hópum sem hver um sig hefur sín stefnumál.

Gasprarar segja stundum að íslenskir hægri menn teldust lengst til vinstri í amerískum stjórnmálum. Það er della.  í demókrataflokknum er að finna áhrifamikið fólk sem samkvæmt íslenskum stöðlum eru bara venjulegir vinstri menn sem þrá ekkert frekar en dýra og óskilvirka ríkisvæðingu allra mála.

Það er ekki hægt að bera saman stjórnmál þar og hér nema maður einangri mál eins og fóstueyðingar, dauðarefsingar og trú, allt mál sem eru hluti af bandarískri menningu. Ef menn bera saman önnur mál, þá sjá menn að vestra seilast menn enn lengra til vinstri en hér. ríkisvæðing mála er gríðarleg. Á vegaáætlun síðasta árs voru viðhengd 6.400 mál sem kostuðu skattgreiðendur 24 þúsund milljónir bandaríkjadollara. (Hlutfallslega ekki nema 24 milljónir í gæluverkefni hér, en samt sem áður gríðarlegir fjármunir.)

Ég tel reyndar að mjög stór þáttur í ósigri repúblíkana í síðustu viku hafi verið vegna þess að þeir voru búnir að glata trúverðugleika sínum. John Mcain sagði í ræðu í gærkvöldi:

Americans had elected us to change government, and they rejected us because they believed government had changed us. ...

Það eru margar kannanir sem styðja þessa skoðun, verulega stór hópur reglulegra kjósenda repúblikana sat heima  á kjördag. Þolinmæði þeirra gagnvart stjórnamálamönnum sem segja eitt og gera svo annað þegar að kötlunum er komið var þrotin. 

Hér heima kemst stjórnmálaflokkur kannski einu sinni upp með það að segjast ætla að lækka skatta í kosningum en leggja svo til skattahækkun 6 mánuðum fyrir næstu kosningar. Kannski einu sinni, það veltur svolítið á því hvort stjórnarandstaðan sé trúverðug, sem hún er ekki þessa stundina. Ef þessi sami stjórnmálaflokkurin setur svo spillta stjórnmálamann í framboð og treður fjölskyldumeðlimum á lista, þá veit ekki á gott.  Það er uppskrift að vondum vetri og verra vori.

 

 


mbl.is Keppinautur Nancy Pelosi kjörinn þingflokksformaður demókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband