Þriðjudagur, 17. júní 2008
Firefox dagurinn
Það eru ekki bara Íslendingar sem halda daginn hátíðlega. Nördar heimsins fagna líka því í dag kemur langþráð uppfærsla á Firefox vafranum - Firefox 3.
Tæpar tvær milljónir manna hafa heitið því að sækja vafrann á sólarhringstímabili eftir útgáfuna, þar af 1400 íslenskir nördar. Markmiðið er að slá heimsmet í niðurhali.
Hér er hægt að sjá dreifingu heitstrenginganna um allan heim.
Ég hef verið með beta útgáfu og svo RC (Realease Candidate) í notkun lengi. Þetta er fjandi fínt tól. Líklega sneggsti vafri sem ég hef notað.
Gakktu í Firefox liðið hér... (eftir kl. 17.00 17 júní 2008)
ATH bíddu þar til að þú sérð að hægt sé að sækja Firefox 3
10 ástæður fyrir því að sækja og nota Firefox 3 skvt. TGdaily
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Athugasemdir
Nú er klukkan að verða 20 að íslenskum tíma og því fimm tímar liðnir frá því að Rebbi þriðji átti að vera tilbúinn til niðurhals en enn bólar ekkert á honum á mozilla.com.
Ég sem að var orðinn svo spenntur að ná í hann og prófa.
Neddi, 17.6.2008 kl. 19:58
Jæja, ég fann hann eftir mikla leit og þá aðeins eftir krókaleiðum.
Lítur vel út við fyrstu sín.
Neddi, 17.6.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.