Firefox dagurinn

refurÞað eru ekki bara Íslendingar sem halda daginn hátíðlega. Nördar heimsins fagna líka því í dag kemur langþráð uppfærsla á Firefox vafranum - Firefox 3.

Tæpar tvær milljónir manna hafa heitið því að sækja vafrann á sólarhringstímabili eftir útgáfuna, þar af 1400 íslenskir nördar. Markmiðið er að slá heimsmet í niðurhali.

Hér er hægt að sjá dreifingu heitstrenginganna um allan heim.

Ég hef verið með beta útgáfu og svo RC (Realease Candidate) í notkun lengi. Þetta er fjandi fínt tól. Líklega sneggsti vafri sem ég hef notað.

Gakktu í Firefox liðið hér... (eftir kl. 17.00 17 júní 2008)

ATH bíddu þar til að þú sérð að hægt sé að sækja Firefox 3 

10 ástæður fyrir því að sækja og nota Firefox 3 skvt. TGdaily


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Nú er klukkan að verða 20 að íslenskum tíma og því fimm tímar liðnir frá því að Rebbi þriðji átti að vera tilbúinn til niðurhals en enn bólar ekkert á honum á mozilla.com.

Ég sem að var orðinn svo spenntur að ná í hann og prófa. 

Neddi, 17.6.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Neddi

Jæja, ég fann hann eftir mikla leit og þá aðeins eftir krókaleiðum.

Lítur vel út við fyrstu sín.

Neddi, 17.6.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband