Mánudagur, 19. maí 2008
Lamborgari...
úr Whole Foods er snilldarsmíð. Í honum eru engin aukaefni eða jukk, ekki frekar en hamborgurunum úr sömu verslun.
Ég geri mér grein fyrir því hve óþjóðhollt það er að borða útlenskt lambakjöt og lifa það af. En það verða vondir menn að sýta.
Þessi hér er grillaður yfir kúreka harðviðarkolum frá Trader Joe's sem er önnur snilldar verslun hér í henni Ameríku.
Ef Ögmundur eða Bjarni Harðar eiga leið um Washington DC þá er mér það ljúft og skylt að bjóða þeim í grillveislu. Með öllu útlenska jukkinu skal ég vera með skyr til vara, svo þeir svelti ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.