Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Um áhuga...
Það er svo merkilegt að allt sem hér er skrifað af manni í fæðingarfríi er túlkað á einhvern skrítinn hátt. (með fæðingarfríi á ég við að ég er að nota sumarfríið mitt, ekki það að ég álíti þessa daga vera eitthvað frí - best að taka þetta fram áður en allt fer í hnút hjá fólki sem vill setja græna kallinn í pils)
Ég bloga um bókmenntir og Egill Helga les út úr því súrar samsæriskenningar. Guðmundur Magnússon gerir það líka Ég notaði ensku tilvitnunina því það var tilvitnun sem ég mundi frá því að hafa lesið Macbeth í amerískum "high school" fyrir mörgum árum. Frú Munther lét okkur leggja á minnið kafla úr verkinu og skrifa ógnarlanga ritgerð, svona 5 síður eða svo. Vinkona mín lagði Lafði Macbeth á minnið ég tók fyrir þennan kafla:
"She should have died hereafter;
There would have been a time for such a word.
Tomorrow, and tomorrow, and tomorrow,
Creeps in this petty pace from day to day,
To the last syllable of recorded time;
And all our yesterdays have lighted fools
The way to dusty death. Out, out, brief candle!
Life's but a walking shadow, a poor player
That struts and frets his hour upon the stage
And then is heard no more. It is a tale
Told by an idiot, full of sound and fury
Signifying nothing."
Mér fannst það mikið afrek 17 ára að leggja þetta á minnið. Síðan þá hefur skoska leikritið verið í uppáhaldi hjá mér eins og frú Munther var.
Það sem ég skil ekki er að menn lesa orð páruð milli bleyjuskipta sem grunsamleg skilaboð.
Hvernig er það, heldur einhver sem les þessi orð að ég beri þau undir dómsmálaráðherra?
Ég sé ekki hvers vegna í ósköpunum Björn eigi að hafa einhvers konar málpípu enda hefur hann aldrei legið á skoðunum sínum.
Það hafi frekar verið að einhverjum álitsgjöfum finnist hann hafi farið offari í að lýsa skoðunum sínum.
Ég man t.d. eftir fréttamanni sem hætti að lesa vefsíðu vegna einhvers sem var þar skrifað átta árum áður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.