Miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Kæri Össi
Nú er vika síðan þú gerðir mig að umfjöllunarefni í bloginu þínu sem rataði svo í mýflugumynd á síður blaða. Þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og mæðgurnar voru komnar í ró, þá renndi ég yfir fréttir, póstinn og blogrúntinn og ég skal viðurkenna undrun mína yfir þessari óvæntu upphefð. Ég ætla ekki að agnúast yfir tímasetningunni sem mér fannst í fyrstu ósmekkleg, fimm stundum eftir að ég blogaði um að kona mín væri á leið inn á fæðingadeild, nei ég ætla ekki að agnúast yfir því. Því síður ætla ég að agnúast yfir því að þú horfir framhjá því sem þú veist vera satt og rétt en hefur það sem betur hljómar. Leyfðu mér að útskýra, í bloginu þínu segir þú "þarna hefur Friðjón hitt á pottþétta leið til að fá bæði launahækkun og góðan framgang í ráðuneytinu." og svo "Í öllu falli vona ég að Friðjón verði enn starfandi þegar ég tek við dóms- og kirkjumálaráðuneytinu! - Þá verður hann settur yfir áróðursmálin." en nóttina fyrir blogið þitt skilur þú eftir athugasemd við blog hjá mér og segir: "Mér þykir þú fjandi hugaður - en kannski megi leita skýringarinnar á því að fram kemur að þú sért hvort eð er að láta af störfum." Eins og ég sagði þá ætla ég ekki að nöldra fyrir svona smámunum, stíllinn ofar öllu er það ekki?
Það sem mig langar til að benda þér á er að þú misskilur orðanotkun mína þegar ég segi Björn Bjarnason vera brilljant stjórnmálamann, þar ræður ekki það sem þú kallar "barnsleg aðdáun" ég ber virðingu fyrir stjórnmálamanninn Birni Bjarnasyni. Ég ber virðingu fyrir þeim stjórnmálamönnum sem hafa sannfæringu og fylgja henni eftir. Ég er ekki sammála ráðherranum í einu og öllu en mér finnst mikið til hans koma. Ég er ekki einn um þessa skoðun, Ellert B. Schram núverandi samflokksmaður þinn um stund og fyrrum andstæðingur Björns innan Sus fyrir 33 árum sagði í grein sl. laugardag Björn líklega besta menntamálaráðherra sem við höfum haft í seinni tíð. Þú sjálfur hefur borði vitni um vinnubrögð hans á hexíu vefnum þínum.
Þessi skoðun mín á kostum staðfestu er ekki nýtilkomin í nýlegum pistli fjallar Magnús Sveinn Helgason (besti blogarinn um amerísk stjórnmál) um athugasemdir sem okkur hafa gengið á milli um þetta efni. Popúlískir stjórnmálamenn sem snúast eins og vindhanar í öllum málum eiga ekki upp á mitt pallborð.
Hvað orðið brilljant varðar þá nota ég það oft sem lýsingarorð fyrir eitthvað sem mér líkar vel, áhersluauki við góðan. Ég held reyndar að margir af minni kynslóð geri það. Hver kynslóð á sér sinn orðaforða. Sem dæmi notkun, þá fannst til dæmis sjónvarpsauglýsing Alþýðuflokksins fyrir alþingiskosningarnar 1991 brilljant. Jón og Jóhanna úti að aka og svo kom Össi púkinn í aftursætinu og kratarnir náðu þér inn á þing. (Ef einhver á þetta til digital, vinsamlega setjið inn á youtube) En lýsir það barnslegri aðdáun að segja auglýsinguna brilljant, nei ég held ekki? Hún var brilljant því hún var fyndin og náði tilætluðum árangri. En það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að þú þekkir og skiljir blæbrigði orðanotkunar manna sem gleyma því iðulega að þeir eru ekki lengur átján og vonin um atvinnumannasamning í fótbolta sé brostin.
En ég þakka hlýju orðin í minn og fjölskyldu minnar garð. Ég ætla samt að reyna að skemmta þér minna í framtíðinni, því eins og þig rennir örugglega í grun, þá er maður líklega á rangri leið þegar pólitískir andstæðingar hrósa manni fyrir hugrekki. Ég ætla ekki að bíða eftir því að þú verði dómsmálaráðherra, hef ekki tíma og tel það mjög ólíklega atburðarás. (Ágúst Ágúst 800 verður það kannski ef illa fer og þá er það einhver kosmískur húmor að hann hafi yfirumsjón með flestum kosningum í landinu) En þú mátt áfram vera orðhvatur og ósvífinn og megir þú sérstaklega vera hugrakkur.
Kveðja
f.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæll, mér þykir leitt ef ég hef ýft þitt - örugglega - góða geð. Það var ekki ætlunin. Hugsanlega gerði hraðskrift mín pistil minn kaldhæðnari en ætlunin var. Ég meinti hvert orð um hugrekki þitt og fannst eitthvað svo stórkostlega Woody-Allen-leg lýsing þíns sjálfs á þér í í stofunni að blogga meðan beðið var eftir miklum atburði. Ég geri heldur engar athugasemdir við dugnað og atorku BB - nema síður væri. Góðir vinir mínir í hægri kantinum hafa hundskammað mig fyrir að vera orðljótur í þinn garð og vísast er það rétt. Ég vona að barninu nýja heilsist vel og vona að þið sofið bæði vel í framtíðinni. Mbk. frá Quebec city. Dr. Spes.
Össur (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 02:03
Sæll, mér þykir leitt ef ég hef ýft þitt - örugglega - góða geð. Það var ekki ætlunin. Hugsanlega gerði hraðskrift mín pistil minn kaldhæðnari en ætlunin var. Ég meinti hvert orð um hugrekki þitt og fannst eitthvað svo stórkostlega Woody-Allen-leg lýsing þíns sjálfs á þér í í stofunni að blogga meðan beðið var eftir miklum atburði. Ég geri heldur engar athugasemdir við dugnað og atorku BB - nema síður væri. Góðir vinir mínir í hægri kantinum hafa hundskammað mig fyrir að vera orðljótur í þinn garð og vísast er það rétt. Ég vona að barninu nýja heilsist vel og vona að þið sofið bæði vel í framtíðinni. Mbk. frá Quebec city. Dr. Spes.
Össur (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 02:03
Sæll, mér þykir leitt ef ég hef ýft þitt - örugglega - góða geð. Það var ekki ætlunin. Hugsanlega gerði hraðskrift mín pistil minn kaldhæðnari en ætlunin var. Ég meinti hvert orð um hugrekki þitt og fannst eitthvað svo stórkostlega Woody-Allen-leg lýsing þíns sjálfs á þér í í stofunni að blogga meðan beðið var eftir miklum atburði. Ég geri heldur engar athugasemdir við dugnað og atorku BB - nema síður væri. Góðir vinir mínir í hægri kantinum hafa hundskammað mig fyrir að vera orðljótur í þinn garð og vísast er það rétt. Ég vona að barninu nýja heilsist vel og vona að þið sofið bæði vel í framtíðinni. Mbk. frá Quebec city. Dr. Spes.
Össur (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.