Föstudagur, 18. apríl 2008
Þeir bestu koma úr Val
Það er skemmtilegt að sjá að í hópi tíu bestu knattspyrnumanna Íslands skvt. Vísi eru 3 sem aldir voru upp hjá félaginu og svo Eiður sem á val að uppeldisklúbb en ef ég man rétt þá var hann hjá ÍR til 14 ára aldurs.
Ef menn skoða frá hvaða félögum þeir fóru í atvinnumennsku fyrir utan Ríkharð sem spilaði heima allan sinn ferill þá er dæmið svona:
Albert Guðmundsson Valur
Arnór Guðjohnsen Víkingur R.
Atli Eðvaldsson Valur
Ásgeir Sigurvinsson ÍBV
Eiður Smári Guðjohnsen Valur
Guðni Bergsson Valur
Pétur Pétursson ÍA
Rúnar Kristinsson KR
Sigurður Jónsson ÍA
Ríkharður Jónsson ÍA
Skagamenn eru sterkir í hópnum með 3 og miðað við mannfjölda uppá skaga þá er ótrúlegt hvað þeir hafa framleitt af góðum knattspyrnumönnum.
Athugasemdir
Þetta val er algjört kjaftæði og segir meira um þá sem kusu en þá sem valdir voru.
Þórólfur Beck, Hemmi Gunn, Ellert Schram, og ekki síst Ásgeir Elíasson eiga að vera þarna. Enginn undir fimmtugu á að taka þátt í svona kosningu. Hvernig eiga fertugir menn, svo dæmi sé tekið, að geta dæmt um getu Þórólfs?
marti (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:44
Hópurinn sem tilnefndi eru engin vorlömb, en almenningur kaus og mér finnst þetta nokkuð eðileg blanda. Miðað við það sem maður hefur lesið úr knattspyrnusögunni hefði ég kannski sett Þórólf í topp tíu. Rúnar og Siggi Jóns eru þeir sem ég er ekki sannfærður um að eigi heima í topp tíu.
Eins hefði ég kannski sett Jolla í topp tuttugu, en sleppt Arnari.
Í hinum hópnum þeim 10 sem komust ekki í hóp 10 bestu eru 3 Valsarar, 2 KR-ingar og 2 Skagamenn.
Arnar Gunnlaugsson ÍA
Ellert B. Schram KR
Eyjólfur Sverrisson Tindastóll
Hermann Gunnarsson Valur
Hermann Hreiðarsson IBV
Ingi Björn Albertsson Valur
Jóhannes Eðvaldsson Valur
Pétur Ormslev Fram
Teitur Þórðarson ÍA
Þórólfur Beck KR
Friðjón R. Friðjónsson, 18.4.2008 kl. 18:31
Það er alveg sama hvernig þetta er kosið þeir bestu koma úr VAL á Hlíðarenda.
Guðjón H Finnbogason, 18.4.2008 kl. 23:19
Okkar fyrsti atvinnumaður gleymist, Albert Guðmundsson.
Þó svo ég hafi aldrei persónulega séð hann spila þá hlítur kallinn hafa getað eitthvað þar sem hann spilaði með liðum eins og Nancy, Arsenal, Rangers, AC Milan og fleirum. Svo var hann auðvitað enn einn Valsarinn.
B. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:10
Fyrirgefið, einhver blinda að angra mig. Hann er skráður þarna hjá þér. Tók bara ekki eftri því fyrr en ég hafði sett þetta inn.
B. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:14
Ég verð nú aðeins að fá að blanda mér í þessa umræðu þó að ég hafi ekkert vit á fótbolta, mér skilst að almenningur hafi valið þennan topp 10 lista og er ég mjög sammála því að Rúnar sé á honum , við vorum saman í barnaskóla og man ég ekki eftri honum öðruvísi en með boltan á tánnum eða í fótbolta. Þannig að það kom mér alls ekkert á óvart þegar hann fór út í atvinnumensku. Ég er nú reyndar líka KR ingur , mátti til með að koma því að
Elísabet Sigmarsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.