Fimmtudagur, 20. mars 2008
Sjötta sóttin
Tanntakan reyndist bara yfirskyn. Örverpið er komið með sjöttu sóttina (Roseola Infantum)
Hún er líklega bara svona séð, að ýta augntönnunum fram fyrst hún var komin með hita, illu best aflokið og svo framvegis.
Það er þó betra að klára þetta núna á meðan við erum hér. Það hefði verið verra að fá þetta á leiðinni heim.(skrifa enn heim þegar ég á við Ísland) Eldri systirin fékk fyrir 3 árum flensu, daginn sem við komum til New York. Helgi á hótelherbergi í NY og ferðalag til DC og Blacksburg í Virginíu var rosa stuð.
Þó ekki jafnmikið fjör og þegar sá sem þetta skrifar fékk hlaupabólu á leið á ráðstefnu í Helsinki, þrjátíu og eins árs. Ég hef átt betri daga....
Dagurinn sem sjötta sóttin lét til skara skríða
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Megi dæturnar vera hressar þegar þær koma á klakann svo pabbinn hafi svigrúm fyrir heimsóknir (þótt einhverjir séu svo andskoti ósmekklegir og fara af landi brott sömu helgi). Gangi ykkur vel. Kveðja til Liz.
Björgvin (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.