Þegar menn eru að fara á taugum.

Þá skrifa menn bréf til Steingríms Sævarrs og skæla  yfir því að heimurinn sé vondur.  Nýjasta færsla spunalæknisins er mögnuð, hann birtir bréf sem honum barst  þar sem húrrað er saman klikkuðustu samsæriskenningum sem birst hafa í síðari tíð, enda þarf Sævarr að taka fram að bréfið sé ekki skrifað af Elías Davíðssyni, Ástþóri Magnússyni eða Þjóðarhreyfingunni.

Í bréfinu er því haldið fram að Mogginn,Blaðið og vefmiðlarnir(?) séu í samsæri gegn Gulla, já og Geir Haarde og Samfylkingin eru með í plottinu. skoðum þetta nú aðeins, í ritstjórn Moggans sitja 4 menn Styrmir, Björn Vignir Sigurpálsson, Karl Blöndal og Ólafur Stephensen. Einhverjir þeirra unnu með Birni fyrir 16 árum síðan en einn hefur tekið slaginn fyrir Gulla Þór, það var fyrir 13 árum. Þá rauf Ólafur Stephensen það sem sagt var vera handsalað samkomulag og réðist á þáverandi forystu Heimdalls í blaðagrein. Þetta var í fyrsta skipti sem málefni Heimdallar lentu með þessum hætti inni á síðum blaðanna. Ólafur rauf þá hefð og síðan þá hafa innri málefni Heimdallar ítrekað ratað inn á síður blaðanna. Ólafur hefur lengi tengst Gulla-genginu, sem reyndar einu sinni var Sveins Andra gengið áður en hann þjösnaði sjálfum sér út úr pólitík fyrir rúmum 12 árum. Ég held að aðstoðarritstjórinn myndi hreyfa einhverjum mótbárum ef Mogginn ætlaði að slátra Gulla.

Blaðinu stýrir Sigurjón Magnús Egilsson sem sér rautt og fjólublátt í hvert sinn sem rætt er um Björn, leiðari hans fyrir ca 10 dögum snérist allur um hvernig sme fannst Björn vera kominn fram yfir síðasta söludag. Það þarf frjórra ímyndunarafl en báðir félagsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa til samans til að komast að þeirri niðurstöðu að Blaðið og sme gangi erinda "gömlu klíkunnar" í Sjálfstæðisflokknum. (hver sem hún er) Allir þeir sem þekkja sme eða til hans, vita að hann hefur horn í síðu góðra manna. Oftast af furðulegum ástæðum sem "meika sens" bara í hans huga.

Þegar bréfritari ræðir um veffjölmiðlana þá nefnir hann þetta blog og þá staðreynd að ég vinn í dómsmálaráðuneytinu. Með 80-90 heimsóknir á dag er ég tæplega fjölmiðill og hvað kemur vinnustaðurinn þessu við? Þeir sem halda að ég skrifi til að þóknast yfirmanni yfirmanns míns eiga í mjög óheilbrigðu sambandi við sinn yfirmann. Fyrir utan þá staðreynd að ég læt af störfum áður en langt um líður þá er dettur mér ekki í hug að skrifa til að þóknast einum né neinum. Mér finnst Björn brilliant stjórnmálamaður og vildi að ég gæti gert eitthvað til að tryggja gott gengi hans í prófkjörinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að ég er með konu sem er kominn 4 daga framyfir og því til lítilla stórræða í þeim efnum. Ég sit hér í stofunni, bíð eftir barni og tuða á netinu en það er eins langt og það nær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stórkostlegt blogg hjá þér. Ég sé þig í anda stressaðan að bíða eftir barninu - sem ég óska alls góðs og ykkur öllum - og taka það út á vesalings Klandra. Mér þykir þú fjandi hugaður - en kanski megi leita skýringarinnar á því að fram kemur að þú sért hvort eð er að láta af störfum. Þú verður þá alla vega ekki rekinn fyrir að ráðast fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins á hinn nojaða rauðhaus, sem þú svo kallar. Vona að allt hafi gengið vel....Dr. Spes.

össur (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband