Fjórar augntennur

Það er hefur ekki mikið orðið úr verki eða sofið undanfarna daga. Fjórar augntennur eru að brjótast fram í örverpinu sem unir því alls ekki vel.

Hitinn hefur þó sjatnað og vonandi er það versta yfirstaðið.

Í Ameríku hafa menn áhyggjur af efnahagi en það er ekki sami vonleysisvællinn og maður les í íslenskum fjölmiðlum og á bloggi.  Er þetta ekki bara hugarástand? Fyrir 20 mánuðum var dollarinn í 73 kr. þá hafði krónan sigið úr því að vera 59 kr pr. dollar á aðeins 8 mánuðum. Sveiflan er skarpari og dýpri núna. En hvar eru allir þeir sem töldu haustið 2005 að hátt gengi væri að sliga fyrirtækin í landinu og kröfðust aðgerða.

Þá var ekki  þverfótað í fjölmiðlum fyrir mönnum úr upplýsingatæknigeiranum sem töluðu um að þeir þyrftu að flýja land með fyrirtæki sín. Þeir gleðjast vonandi núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, ég hef víst enga skoðun á því sem þú varst að segja, nema á þessum 4 augntönnum hjá örverpinu eins og þú kallar þessa yndislega fallegu stúlku. Get sett mig alveg inní það og enn og aftur mikið ósköp er hún falleg og í guðanna bænum passaðu uppá hana þarna sem þið búið.

Taraji (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:46

2 identicon

Það er vonandi að þessu ljúki sem fyrst hjá telpunni.

Það eru mikil læti í efnahagnum þessa dagana, allstaðar. Hlutabréfin eru upp og niður þessa dagana og skapsveiflur fara eftir því hvort liturinn er grænn eða rauður svona rétt eins og að bíða á umferðarljósum.

Það lítur samt betur út að koma í heimsókn í dýrtíðina þar sem krónan er veikari gagnvart dollaranum. Maður hefur þá kanski efni á því að fara á uppáhalds veitingastaðinn, þ.e. Bæjarins Bestu.

Bjössi. (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband