Fimmtudagur, 19. október 2006
Delusions of grandeur
Ályktun stjórnar Sus um hleranir er makalaus fyrir rangfærslur, misskilning og hreinlega af hve mikilli vanþekkingu hún er skrifuð. Svo mikil della er hún að það getur varla verið að annar maður en Klandri Óttarsson hafi skrifað hana. Mér eru minnistæð gagnrýni Klandra á frumvörp um útlendingamál og til breytinga á fjarskiptalögum í báðum málum fór hann mikinn og hafði uppi stór orð lík þeim sem eru viðhöfð í ályktun stjórnar Sus, en Klandri situr einmitt í sambandsstjórnni. Í gagnrýni sinni á frumvörp ríkisstjórnarinnar var málflutninga Klandra með þeim hætti að augljóst var að hann hafði ekki lesið greinargerðir frumvarpanna heldur kaus að æða áfram með það sem honum þótti betur hljóma. Ályktun stjórnar Sus er með þeim hætti að hún hundsar veruleikann en fjallar bara um það sem að gerst í skúmaskotum huga Klandra.
Paranoja Klandra gagnvart ríkisvaldinu er slík að hann má ekki til þess hugsa að ríkið sinni skyldu sinni og verji borgarana fyrir líklegum áföllum. Hefðum við átt að hleypa morðhundunum í Hells Angels inn í landið á sínum tíma? Ættum við ekki að kanna sérstaklega menn berast á, án sýnilegra tekna sem þar að auki hafa þekkt tengsl við glæpamenn. Nei það er líklega misnotkun, misrétti og ofsóknir.
Þegar ég umgekkst Klandra fyrri mörgum árum var hann svo nojaður gagnvart bönkunum að hann gat ekki hugsað sér að nota debet- eða kreditkort, það gæti einhver fylgst með honum. Ég skildi aldrei afhverju leyniþjónusta bankanna ætti að fylgjast sérstaklega með rauðhærðum laganema í Háskóla Íslands. En hann hefur haft sínar ástæður fyrir þessum hugmyndum, fyrir mér var þetta alltaf það sem best verður lýst með orðunum "delusions of grandeur"
Hann er spaugilegur þessi nýji framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.