Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Um skipan dómara
Spegillinn í dag kemst að merkilegri niðurstöðu í umfjöllun sinni um skipan dómara. Þar var kynnt ítrekað að vandinn við skipan dómara er ekki aðferðin heldur ráðherrann. Að orðið hafi trúnaðarbrestur milli ráðherra og lögmannastéttarinnar vegna umdeildra skipanna dómsmálaráðherra.
Daginn fyrir kosningarnar í fyrra skrifaði ég pistil um umdeildar embættisveitingar dómsmálaráðherra. Þar kom fram að embættisveitingar dómsmálaráðherra hafa alls ekki verið umdeildar, utan einnar.
Málið er að lögmannastéttina svíður að fá ekki að ráða. Svo einfalt er það, í raun kom Hrafn Bragason upp um sig með athugasemdum sínum. Hann sagði ef ráðherra færi alltaf að vilja hæstaréttar væri ekkert vandamál.
Ef við fáum að ráða þá verðum við ánægð annars förum við í fýlu.
Það mætti halda að Hrafn sé genginn í barndóm, þegar maður hlustar á þessi leikskólarök.
Svo rímar það ekki alveg að gagnrýna að sjálfstæðismenn hafi skipað alla dómara og því séu pólitísk áhrif þeirra svo mikil, en um leið benda á þessa sömu óánægðu dómara sem fagaðila sem verði að hlusta á. Annaðhvort er þetta óalandi pólitískt skipað lið eða fagaðilar og réttmætar skipanir. Það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú lágmark að menn þekki muninn á lögmanni og dómara. Hrafn Bragason hefur aldrei starfað sem lögmaður. Það er einföld staðreynd, hvort sem þér líkar betur eða verr, að pólitíkin hefur ráðið för í skipun dómara á síðustu árum. Vildarvinir og ættingjar valdhafanna ganga fyrir öðrum. Í því sambandi nægir að nefna Ólaf Börk og Jón Steinar. Reyndar báðir hæfir ágætismenn í dómarastöður en langt í frá hæfari en aðrir. Það þarf að finna nýja leið til að velja dómara. Eiríkur Tómasson lagaprófessor benti t.d. á leið sem myndi taka þennan kaleik frá ráðherra.
Sigurður Sveinsson, 28.2.2008 kl. 03:41
ÞAð er með algerum ólíkindum, hve lengi fjölmiðlar eru tilbúnir til, að setja fersentimerta undir vælið í þessu liði, sem er í Mega fýlu yfir því að hafa ekki fengið að ráða og koma svona nokkurskonar ,,Konunglegu eftirmanna kerfi".
ÞAð er fátt hættulegra dómskerfiinu en einmitt að láta eftir einhverjum mönnum, sem eru upphafnir af eigin ágæti og klárlegheitum, að VELJA EFTIRMENN SÍNA eða ráða hverjir fái að vera memm í klíkunni.
Leiðgjarnt þvaður.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 28.2.2008 kl. 11:47
Sigurður
Ég veit að Hrafn var dómari, ég var ekki að segja að hann væir lögmaður, með vísuninni í lögmannastéttina var ég að endursegja orð spegilsins. Þar var orðið lögmannastétt notað. Þótt Hrafn hafi aldrei starfað sem lögmaður hafði hann nú samt lögmannsréttindi á sínum tíma.
Það er reyndar ekki nema þriðjungur hæstaréttardómara sem hafa haft lögmannsréttindi á einhverjum tima og einungis einn dómaranna hefur ekki alið allan sinn starfsferill í faðmi ríkisins.
Þetta er einsleitur hópur.
Friðjón R. Friðjónsson, 28.2.2008 kl. 15:10
Þetta mál er orðið svo þreytandi að engu tali tekur. Maður er gáttaður á barnaskapnum hjá sumum hálæruðm mönnum. Skilur fólk ekki að fýlan út í Björn er til komin vegna þess að hann lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Hvenær kemur að því að almenningsálitið snúist gegn þeim öflum sem vilja Björn burt ? Hvað þarf meira að gerast í samfélaginu ? Hvað þarf matur að hækka mikið, tryggingar, vextir, ..... Er það svo að almennt er fólk blint ?
Jónína Benediktsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:45
Það er svo fjarri því að þessi færsla taki á aðalatriðum og helstu rökum með og/eða móti núverandi fyrirkomulagi við dómaraskipan að það er eiginlega óðs manns æði að reyna að fara út í rökræður út frá þessum punkti sem hér er lagður fram.
Það er svo auðvelt að taka bara síðustu setningu sem einhvers staðar er hent fram í einhverju tilteknu samhengi og snúa henni út og suður í háði og útúrsnúningum. Þetta er því miður óspart gert á báða bóga hjá þeim sem hafa öndverða skoðun á þessu tiltekna máli (og nú getur eflaust einhver sagt: þú líka).
Það sem upp úr stendur er það sem blasir við fólki sem ekki er blint, öfugt við það sem Jónína veltir fyrir sér í athugasemd hér að ofan. Ég veit ekki hvort það eru til einhver öfl sem vilja Björn burt eða ekki. Ég tilheyri alla vega ekki slíkum öflum og hef sagt að fáir ráðherrar okkar hafa sennilega verið eða eru duglegri en Björn. En ég hef engu að síður ímugust á því embættisverki hans að fá Fjármálaráðherra til þess að stimpla fyrir sig gjörning sem blasir við að ekki er byggður á málefnalegum grunni. Þetta er það sem stendur eftir alveg sama hvað reynt er að skíta út þá sem gagnrýna þennan gjörning, með smjörklípum eins og gert er í þessari færslu. Því miður buðu þessi ummæli sem vitnað er til þó upp á slíkt skot (smjörklessu).
Jónína spyr: "Hvað þarf meira að gerast í samfélaginu ? Hvað þarf matur að hækka mikið, tryggingar, vextir, ....."
Ég spyr: Hvað þarf margar spilltar framkvæmdavaldsaðgerðir til þess að fólk vakni? Því fer fjarri að ég telji Björn sekan um slíkt í öllum sínum dómaraskipunum, en þessi verður aldrei annað en í besta falli á svargráu svæði. Og ég er ekki viss um að fjármálaráðherrann bíði þess bætur í pólitísku tilliti að hafa látið hafa af sér þennan Bjarnargreiða. En það er allt í lagi, honum verður án efa launaður greiðinn annars staðar.
Karl Ólafsson, 3.3.2008 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.