Rógsherferð hlutdrægra einstaklinga

Jóhannes Jónsson  birti í Morgunblaðinu í dag grein þar sem hann leggur enn einu sinni af stað í stríð við fulltrúa almennings sem láta ekki að stjórn hans. Nú er það bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi sem vill ekki bukta sig og beygja fyrir mikilmenninu.

Greinin er reyndar ekki merkileg nema fyrir eitt, í umfjöllun um að íbúar Seltjarnarness hafi hafnað landfyllingu er að finna setninguna:

"Þá er ekki loku fyrir það skotið að rógsherferð hlutdrægra einstaklinga – sem ráðist var í fyrir umræddar kosningar "

Hmm, hvar hef ég séð rógsherferð rétt fyrir kosningar...  Minnir þetta ekki aðeins á grjótkast úr glerhúsi.

 

 Lykillinn að málinu liggur hins vegar í þessari setningu:

Bæjaryfirvöld buðu Högum á sínum tíma að kaupa á markaðsverði land undir verslun fyrir Bónus á Hrólfsskálamel. Eins og Íslendingar vita eru verslanir Bónuss þannig reknar að álagningu og allri umgjörð er haldið í algjöru lágmarki og augljóst að verslunin myndi aldrei standa undir slíkri  fjárfestingu á þeim eftirsótta og dýra stað.

Kvörtun Jóhannesar er semsagt sú að þeim bauðst að kaupa land á verði sem aðrir hefðu borgað en það þóknast honum ekki.

Hvers vegna eiga Seltirningar að niðurgreiða fyrir hann landið? Er það ekki fjandi mikil tilætlunarsemi?

Er þetta í raun ekki dæmigert fyrir Jóa í Bónus, honum finnst það eðlilegt að aðrir beri kostnað af hans viðskiptum og hagnaði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Friðjón

Er ekki notalegt að þurfa ekki að skipta við Baug í öllu sem þú gerir þarna í USA??

Þetta er dæmigert fyrir Jóhannes, að vera með svona fáránleg rök. Hann hafði uppi að mig minnir uppi svipuð rök norður á Akureyri þar sem hann sagði að Bónus fengi ekki lóð en Kaupás fengi lóð. 

Böddi (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sennilega telur Jóhannes sína rógsherferð hafa verið hvatningarherferð eða eitthvað slíkt ;)

Og hvað vildi hann, fá lóðina á einhverju tombóluverði? 

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Getur verið að hann hafi viljað fá lóð á ódýrari stað?

Guðbjörn Jónsson, 24.2.2008 kl. 22:52

4 identicon

Ég hef velt því fyrir mér...því er lágvöruverðsverslun með útibú í dýrasta verslunarplássi landsins...Kringlunni. Hef heyrt að þar sé dýrt að vera og leigan sé dýr. Ekki nóg með að greitt sé ákveðið krónuverð á fermeter heldur sé einnig um veltutengingar að ræða. Lætur Jói bjóða sér svona..æ...já...hann á þyrpingu lika.

steinþór jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband