Enn klikkar Kastljós - Huckabee vinnur V-Virginíu

Björn Malmquist gerði stór mistök í Kastljósi í kvöld þegar hann var að tala um prófkjörið Kaliforníu hjá repúblíkönum. Kalifornía er ekki "winner takes all" fylki heldur er fyrirkomulagið þannig fylkinu er skipt í 53 kjördæmi og sá sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig fær fulltrúa þess kjördæmis.

Ingólfur Bjarni gerði líka skyssu í umfjöllun sinni um áhrif  stuðningsyfirlýsinga Giuliani og Schwarzenegger, þeir eru ekki vinsælir hjá repúblíkönum í Kaliforníu. Repúblíkanaflokkurinn í þar er mjög íhaldssamur. Schwarzenegger hefði til dæmis aldrei verið valinn sem frambjóðandi flokksins í venjulegu prófkjöri. Hann komst til valda við mjög sérstakar aðstæður haustið 2003 eins og lesa má um á Wikiediu.

Við þetta má bæta að umfjöllun Íslands í dag með þeim Baldri Þórhallssyni og Karli Th. Birgissyni var að mestu til fyrirmyndar.

----

Fyrstu úrslit dagsins eru komin í hús, Mike Huckabee hefur náð 18 fulltrúum Vestur Virginíu á kjörfundi sem lauk fyrir stundu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Rétt athugað Friðjón - átta mig samt ekki á fylkisnafninu - hélt að Kalifornía væri eitt ríkja Bandaríkjanna - kannast þó við þessa tilhneigingu margra heima.

Ólafur Als, 5.2.2008 kl. 22:31

2 identicon

rétt hjá þér friðjón - ég fattaði þetta nokkrum mínútum eftir útsendingu :)

Björn Malmquist (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband