Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Slakt Kastljós
Umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um prófkjörin í dag var frekar slök. Steinn Jóhannsson er ákaflega vel að sér um bandaríska sögu þá hefur mér fundist hann hafa minni áhuga á nútímastjórnmálum og þ.a.l. ekki jafn vel að sér um þau.
Nokkur atriði sem voru röng:
- McCain tapar fyrir Hillary í könnunum.
Af 8 könnunum sem gerðar hafa verið um stuðning kjósenda við þau ef þau hljóta útnefningu flokka sinna þá sigrar McCain í 6 þeirra. Ef allar kannanir sem gerðar hafa verið á þessu ári eru teknar saman þá sigrar McCain 9 þeirra en Hillary 4. McCain sigrar allar þar sem líklegir kjósendur eru spurðir en það er jafnara á með þeim þegar skráðir kjósendur eru spurðir. Könnunin sem Steinn vísar til er könnun CNN þar sem 974 skráðir kjósendur voru spurðir og í eingu er getið um vikmörk. - Fulltrúafjöldiinn sem kosið er um í dag er 1688 hjá demókrötum og 1069 hjá repúblíkunum ekki 800.
- Einstaklingar mega ekki styrkja hvern frambjóðanda um meira en 4600$, 2300 í prófkjörið og 2300$ fyrir almennu kosning 5000$ er kannski rúnnun en röng tala engu að síður.
- Það er ekki bara einföldun að halda því fram að framboð McCain sé bara gamlar Bush lummur, það er beinlínis rangt. Fylgið sem hann nýtur er ekki síst vegna þess að litið er á hann sem anti-Bush af mörgum hópum. Margir af hörðustu fylgismönnum Bush hreinlega hata McCain. Ann Coulter lýsti þvi t.d. yfir fyrir stuttu að hún myndi frekar kjósa Hillary en McCain. Tom Delay fyrrv. leiðtogi Repúblikana í þinginu hefur sagt að framboð McCain muni eyðileggja flokkinn og útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh hefur ekki legið á andstöðu sinni.
Í heildina mátti svo greina augljóslega óskhyggju hjá Brynju og Steini að frambjóðandi Demókrata sigri í haust. Það er svo sem ekkert skrítið að vilja eitthvað annað en Bush en McCain er alls ekki framhald á Bush stjórnninni.
Svo má lesa um Super Tuesday á eyjublogginu mínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook


Augnablik - sæki gögn...
arnljotur
astamoller
bjarnihardar
bryndisisfold
doj
dosti
ea
eyglohardar
eyvi
freedomfries
gaflari
gattin
geislinn
gudni-is
gummibraga
halldorbaldursson
heimssyn
hvala
id
ingo
jaxlinn
juliusvalsson
kiddip
kjartanvido
maggij
nielsen
nonniblogg
partners
poppoli
rustikus
salvor
sms
snj
sveinnhj
thorbjorghelga
tulugaq
veggurinn
730
liso
styrmirh
vefritid
sigga
bryndisharalds
gylfithor
rynir
sjalfstaedi
thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Sæll. Þetta er því miður fremur þunnt hér, líkt og svo oft áður. Yfirborðskennd umræða og viðtöl við fólk sem hefur takmarkaða þekkingu og hefur skautað hratt yfir cnn.com eða NY times. Enginn sem ég hef heyrt eða lesið hefur tam. hugmynd um stefnumál frambjóðendanna, eða hvernig áherslumál þeirra hafa verið í gegnum tíðina. Sorglegt, svo ekki sé meira sagt. Kveðjur vestur.
Sigmundur (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.