Fimmtudagur, 5. október 2006
Nú sýður á öllu undir formanninum
Jæja nú má Geir fara að passa sig. Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur er búinn að velta tveim þingmönnum frá 1991, "two down - five to go". Mér finnst Geir ekki nógu vakandi fyrir þessari aðför, ekki nóg með að Arnar Þór er enn á meðal vor heldur skipar hann Andra Óttarsson sem framkvæmdastjóra flokksins. Andri er eins og allir vita ritstjóri Deiglunnar þar sem Arnar birti samblástur sinn gegn formanni flokksins og óhugsandi að Arnar Þór hafi birt grein sína án þess að verðandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafa lagt blessun sína yfir hana.
Ég held að ég sé að greina mynstur í aðgerðum Arnars og Andra. Það er öfug virðingarröð.
Fyrstur fór Guðmundur en hann er ekki ráðherra og hefur ekki verið. Næst kom Sigríður og hún er fyrrverandi ráðherra og sat stutt. Næstur hlýtur þá að vera Einar Kristinn en hann hefur setið styst á ráðherrastóli. Kjördæmisþing NV er um komandi helgi og ekki ólíklegt að dragi þar til tíðinda. Fjórði þingmaðurinn á höggstokkinn hlýtur svo að verða Árni Mathiesen, ráðherra frá 1999 og svo Geir en hann settist í fjármálaráðherrastólinn 16. apríl 1998. Síðastir á höggstokkinn eru svo Sturla og Björn en þeir urðu ráðherrar vorið 1995. Björn missti út ár 2002 til 2003 þannig að hann kemur næstur á eftir Geir og síðastur á "hit"lista Arnars og Andra er þá samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson.
Virðingarlisti Andra og Arnars er þá svona:
- Sturla Böðvarsson
- Björn Bjarnason
- Geir Haarde
- Árni Mathiesen
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Sigríður Anna Þórðardóttir (úti)
- Guðmundur Hallvarðsson (úti)
Sigríður Anna Þórðardóttir hyggst hætta á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Athugasemdir
SB tók sæti á Alþingi 1991, varð ráðherra 1999 en var varaþingmaður síðan 1983 til 1991.
Svo Arnar Þór hlýtur að vilja hann út hið snarasta!
Ónefndur (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.